Ríkið kaupir Landsvirkjun 17. febrúar 2005 00:01 MYND/Vísir Ríkið mun kaupa hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun en bæjarfélögin eiga helming í félaginu á móti ríkinu. Frá því var greint á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu. Stefnt er að því að viðræðum um málið ljúki í september og að Landsvirkjun yfirtaki hluti hinna um áramót. Reykjavíkurborg á rúm 45 prósent í fyrirtækinu og Akureyrarbær tæp fimm prósent. Jafnframt þessu verður Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins sameinaðar Landsvirkjun um áramót og stefnt er að því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag árið 2008. Þá skapast möguleikar fyrir aðra fjárfesta að koma að Landsvirkjun eða jafnvel kaupa hana. Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórinn á Akureyri undirrita þetta samkomulag og greiðir ríkið fyrir helmingshlut í Landsvirkjun á löngum tíma og inn á lífeyrisskuldbindingar beggja sveitarfélaganna. Endanlegt verð er ekki ákveðið. Eigið fé Landsvirkjunar er liðlega 40 milljarðar króna en verðmæti virkjana félagsins er margföld sú upphæð. Það var Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, sem hóf þá viðræðulotu sem leitt hefur til þessarar niðurstöðu. Var það meðal annars í ljósi nýrra raforkulaga sem leiddu af sér að Reykjavíkurborg var farin að keppa við sjálfa sig um raforkusölu til stóriðju í gegnum Landsvirkjun annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Ríkið mun kaupa hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun en bæjarfélögin eiga helming í félaginu á móti ríkinu. Frá því var greint á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu. Stefnt er að því að viðræðum um málið ljúki í september og að Landsvirkjun yfirtaki hluti hinna um áramót. Reykjavíkurborg á rúm 45 prósent í fyrirtækinu og Akureyrarbær tæp fimm prósent. Jafnframt þessu verður Orkubú Vestfjarða og Rafmagnsveitur ríkisins sameinaðar Landsvirkjun um áramót og stefnt er að því að breyta Landsvirkjun í hlutafélag árið 2008. Þá skapast möguleikar fyrir aðra fjárfesta að koma að Landsvirkjun eða jafnvel kaupa hana. Fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórinn á Akureyri undirrita þetta samkomulag og greiðir ríkið fyrir helmingshlut í Landsvirkjun á löngum tíma og inn á lífeyrisskuldbindingar beggja sveitarfélaganna. Endanlegt verð er ekki ákveðið. Eigið fé Landsvirkjunar er liðlega 40 milljarðar króna en verðmæti virkjana félagsins er margföld sú upphæð. Það var Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, sem hóf þá viðræðulotu sem leitt hefur til þessarar niðurstöðu. Var það meðal annars í ljósi nýrra raforkulaga sem leiddu af sér að Reykjavíkurborg var farin að keppa við sjálfa sig um raforkusölu til stóriðju í gegnum Landsvirkjun annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira