Súpa Alice Waters 17. febrúar 2005 00:01 Guðrún Jóhannsdóttir eldar hægt Í tilefni af því að um þessar mundir eru staddir í Reykjavík margir eðalkokkar vil ég nota tækifærið og kynna kokk sem að mínum dómi er einn besti kokkur í heimi. Hún heitir Alice Waters og frá árinu 1977 hefur hún rekið veitingastaðinn Chez Panisse í Berkeley, Kaliforníu. Hér er örlítið sýnishorn af snilld hennar.5 laukar1 kg grasker (Butternut squash)6 hvítlauksgeirar1/2 dl jómfrúar ólífuolía2 lárviðarlauf12 stilkar ferskt timian2 dl rauðvín3 l kjúklingasoð1/2 kg sveppirsalt og pipar10 sneiðar af góðu franskbrauði með skorpu100 g rifinn parmesan ostur Byrjið á því að taka hýðið af laukunum og skerið þá í fínar sneiðar. Setjið ólífuolíuna í pott og steikið laukinn yfir meðalhita þangað til hann er farin að mýkjast. Setjið þá hvítlaukinn, sem líka hefur verið skorinn í fínar sneiðar, út í og lárviðarlaufin og timianstilkana líka. Látið allt krauma yfir meðalhita þar til laukurinn er orðin gullinn (20-30 mínútur). Bætið þá rauðvíninu út í og látið malla þar til vökvinn hefur minnkað um helming. Hellið þá soðinu út í og látið malla í aðrar 30 mínútur. Fræhreinsið graskerið á meðan, skrælið hýðið af og skerið það í þunnar (um 3 mm) sneiðar. Hreinsið sveppina, skerið þá í sneiðar og steikið í ólífuolíu þar til þeir brúnast ögn. Saltið þá og piprið og bætið þeim því næst út í soðið. Steikið brauðsneiðarnar á pönnu í ólífuolíu og brúnið á báðum hliðum. Þekið botninn af stórum eldföstum potti með helmingnum af brauðsneiðunum. Ausið soði (með sveppum og lauk) varlega yfir svo fljóti yfir brauðið. Setjið lag af graskerssneiðum yfir og ausið meira soði til að þekja. Setjið þá afganginn af brauðinu í annað lag þar yfir og bætið meira soði svo fljóti yfir. Endið á að rífa parmesan ostinn yfir allt. Bakið í 180 gráðu ofni, fyrst í 45 mínútur undir loki, og svo aðrar 45 mínútur með lokið af (þangað til osturinn hefur brúnast vel). Fyrir 8-10 manns. Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Guðrún Jóhannsdóttir eldar hægt Í tilefni af því að um þessar mundir eru staddir í Reykjavík margir eðalkokkar vil ég nota tækifærið og kynna kokk sem að mínum dómi er einn besti kokkur í heimi. Hún heitir Alice Waters og frá árinu 1977 hefur hún rekið veitingastaðinn Chez Panisse í Berkeley, Kaliforníu. Hér er örlítið sýnishorn af snilld hennar.5 laukar1 kg grasker (Butternut squash)6 hvítlauksgeirar1/2 dl jómfrúar ólífuolía2 lárviðarlauf12 stilkar ferskt timian2 dl rauðvín3 l kjúklingasoð1/2 kg sveppirsalt og pipar10 sneiðar af góðu franskbrauði með skorpu100 g rifinn parmesan ostur Byrjið á því að taka hýðið af laukunum og skerið þá í fínar sneiðar. Setjið ólífuolíuna í pott og steikið laukinn yfir meðalhita þangað til hann er farin að mýkjast. Setjið þá hvítlaukinn, sem líka hefur verið skorinn í fínar sneiðar, út í og lárviðarlaufin og timianstilkana líka. Látið allt krauma yfir meðalhita þar til laukurinn er orðin gullinn (20-30 mínútur). Bætið þá rauðvíninu út í og látið malla þar til vökvinn hefur minnkað um helming. Hellið þá soðinu út í og látið malla í aðrar 30 mínútur. Fræhreinsið graskerið á meðan, skrælið hýðið af og skerið það í þunnar (um 3 mm) sneiðar. Hreinsið sveppina, skerið þá í sneiðar og steikið í ólífuolíu þar til þeir brúnast ögn. Saltið þá og piprið og bætið þeim því næst út í soðið. Steikið brauðsneiðarnar á pönnu í ólífuolíu og brúnið á báðum hliðum. Þekið botninn af stórum eldföstum potti með helmingnum af brauðsneiðunum. Ausið soði (með sveppum og lauk) varlega yfir svo fljóti yfir brauðið. Setjið lag af graskerssneiðum yfir og ausið meira soði til að þekja. Setjið þá afganginn af brauðinu í annað lag þar yfir og bætið meira soði svo fljóti yfir. Endið á að rífa parmesan ostinn yfir allt. Bakið í 180 gráðu ofni, fyrst í 45 mínútur undir loki, og svo aðrar 45 mínútur með lokið af (þangað til osturinn hefur brúnast vel). Fyrir 8-10 manns.
Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira