Upplýsingagjöf til skoðunar 20. febrúar 2005 00:01 Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira