Kátir með aukna samkeppni 26. febrúar 2005 00:01 Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11 Neytendur Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira
Hjá Bónus eru menn sallarólegir með verðlækkun Krónunnar í dag og jafnvel bara nokkuð kátir með aukna samkeppni að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss. Hann segir að þeir séu bara upp með sér að verslanakeðja á sama markaði þurfi að lækka sig um allt að 25% til að bjóða sambærilegt verð og Bónus. Spurður hvort þeir hafi kynnt sér nýju verðin hjá Krónunni í dag segir Guðmundur svo vera að og í kjölfarið hafi Bónus lækkað verð á einhverjum vörum. Varðandi orð Sigurðar um að ekki hafi verið virk samkepnni á þessum markaði spyr Guðmundur hvort kollegi hans hjá Kaupási hafi hreinlega ekki verið í vinnunni. Bónus hafi alla vega ávallt lagt sig fram við að hafa lægsta verðið. Krónan hefur blásið til sóknar á matvörumarkaði með allt að fjórðungslækkun á ákveðnum tegundum matvæla í dag. Sigurður Arnar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss sem rekur Krónuverslanirnar, segir tímabært að virkja samkeppni milli lágvöruverðsverslana hér á landi. Að hans sögn er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og auka samkeppni á lágvöruverðsmarkaði sem hann segir ekki hafa verið nægilega mikla fyrir. Ástæðuna fyrir því segir hann líta svo út að einn aðili hafi verið með yfirburðastöðu á markaðinum en neytendur vilji meiri samkeppni. Aðspurður hvers vegna verð Krónunnar hafi ekki verið lægra í ljósi þess að verslununum hafi verið komið á laggirnar til að veita t.a.m. Bónus samkeppni í lágvöruverðsverlsun, segir Sigurður að tiltölulega stutt sé síðan nýir eigendur hafi komið að fyrirtækinu og upp frá því hafi þeir verið að kynna sér reksturinn og gera hagræðingar í honum, t.d. með því að endursemja við birgja. Spurður hvort Krónan sé núna með lægra vöruverð en Bónus eða einungis sambærilegt segir hann að þeir muni leggja sig alla fram við að tryggja neytendum samkeppnishæft verð á hverjum tíma á helstu neysluvörum heimilisins. Kaupás rekur tólf Krónuverslanir: á höfuðborgarsvæðinu, á Þorlákshöfn, Selfossi, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum en bráðlega verður opnuð ný Krónuverslun á Reyðarfirði. Auk þess rekur Kaupás verslanir Nóatúns og 11-11. Hagar reka 23 Bónusverslanir auk verslana undir nafni Hagkaupa og 10-11
Neytendur Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Sjá meira