Samkeppni á matvörumarkaði 2. mars 2005 00:01 Nýtt eignarhald á Kaupási er farið að segja til sín á matvörumarkaði. Krónan, lágvöruverslun Kaupáss, hefur lækkað verð á matvöru og boðar nú harðari samkeppni á ódýrasta hluta matvörumarkaðarins. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enda er hörð samkeppni það sem færir almenningi mestar kjarabætur. Í umræðu þjóðfélagsins hafa ýmsir séð öll tormerki á því að hægt væri að keppa við veldi Baugs á matvörumarkaði. Með reglulegu millibili hafa menn hrópað á sérstakar aðgerðir til þess að koma skikki á matvörumarkaðinn. Aðrir hafa verið þeirrar skoðunar að markaðurinn leysi slík mál. Útspil Krónunnar er sönnun þeirra sjónarmiða að markaðurinn sé besti dómarinn í viðskiptum og enginn getur til lengdar slakað á í rekstri. Þannig varð Bónus til á sínum tíma og forsvarsmenn fyrirtækisins hafa marglýst því yfir að þeir séu meðvitaðir um þann dauða í rekstri sem felst í því að halda sig eiga markað fyrirhafnarlaust. Fróðlegt verður að fylgjast með samkeppninni á næstunni. Verðstríð hafa tilhneigingu til að verða ansi skemmtileg fyrir neytendur. Vöriverð á það til við slíkar aðstæður að fara tímabundið niður undir kostnaðarverð og neytendur kætast og hamstra útsöluvörurnar. Í umræðum um markað og markaðsráðandi stöðu fyrirtækja gætir oft misskilnings. Menn láta eins og markaðsráðandi fyrirtæki séu vandamálið. Það er ekki raunin, nema þau misnoti stöðu sína. Það að fyrirtæki verði markaðsráðandi er oftar en ekki vegna þess að það hefur staðið sig best í samkeppninni. Náð að hasla sér völl á markaði með því að bjóða besta verðið og þjónustuna. Sá árangur næst ekki nema með því að vaka yfir hagkvæmni á öllum sviðum rekstrarins. Sú hagkvæmni skilar sér til alls almennings í lægra vöruverði. Hlutfall matvöru í heildarútgjöldum heimilanna hefur farið hríðlækkandi síðasta áratuginn. Venjulegt fólk hefur nú meiri fjármuni til ráðstöfunar í aðra hluti en vistir til heimilisins. Þrátt fyrir að Bónusverslanirnar hafi ríkt á lágvörumarkaðnum verður ekki annað sagt en að fyrirtækið hafi reynt að hegða sér eins og það væri í harðri samkeppni. Vöruverð hefur allan tímann verið umtalsvert lægra en hjá næsta keppinauti sem bendir til þess að fyrirtækið hafi staðist þá freistingu að nota sér yfirburðarstöðu á lægsta hluta markaðarins. Krónan stígur nú sín fyrstu skref í beinni samkeppni við Bónus og vonandi munu þessi fyrirtæki takast á um hylli sparsamra neytenda á komandi árum. Í íslensku samfélagi hefur orðið gríðarleg eignamyndun á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri verið í stakk búnir til þess að láta til sín taka í íslensku viðskiptalífi. Sú staðreynd er góð tilhugsun fyrir íslenskan almenning. Hún þýðir að aflið til fjárfestingar er mikið og ef þau fyrirtæki sem nú eru í rekstri slá slöku við og sofna á verðinum, þá munu menn sjá tækifæri til innkomu á markaðinn. Samkeppni og samkeppnishugsun er sem betur fer allt meira ríkjandi á markaði og ekkert svæði á markaðnum er öruggt nema að menn standi sig betur en næsti maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Nýtt eignarhald á Kaupási er farið að segja til sín á matvörumarkaði. Krónan, lágvöruverslun Kaupáss, hefur lækkað verð á matvöru og boðar nú harðari samkeppni á ódýrasta hluta matvörumarkaðarins. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, enda er hörð samkeppni það sem færir almenningi mestar kjarabætur. Í umræðu þjóðfélagsins hafa ýmsir séð öll tormerki á því að hægt væri að keppa við veldi Baugs á matvörumarkaði. Með reglulegu millibili hafa menn hrópað á sérstakar aðgerðir til þess að koma skikki á matvörumarkaðinn. Aðrir hafa verið þeirrar skoðunar að markaðurinn leysi slík mál. Útspil Krónunnar er sönnun þeirra sjónarmiða að markaðurinn sé besti dómarinn í viðskiptum og enginn getur til lengdar slakað á í rekstri. Þannig varð Bónus til á sínum tíma og forsvarsmenn fyrirtækisins hafa marglýst því yfir að þeir séu meðvitaðir um þann dauða í rekstri sem felst í því að halda sig eiga markað fyrirhafnarlaust. Fróðlegt verður að fylgjast með samkeppninni á næstunni. Verðstríð hafa tilhneigingu til að verða ansi skemmtileg fyrir neytendur. Vöriverð á það til við slíkar aðstæður að fara tímabundið niður undir kostnaðarverð og neytendur kætast og hamstra útsöluvörurnar. Í umræðum um markað og markaðsráðandi stöðu fyrirtækja gætir oft misskilnings. Menn láta eins og markaðsráðandi fyrirtæki séu vandamálið. Það er ekki raunin, nema þau misnoti stöðu sína. Það að fyrirtæki verði markaðsráðandi er oftar en ekki vegna þess að það hefur staðið sig best í samkeppninni. Náð að hasla sér völl á markaði með því að bjóða besta verðið og þjónustuna. Sá árangur næst ekki nema með því að vaka yfir hagkvæmni á öllum sviðum rekstrarins. Sú hagkvæmni skilar sér til alls almennings í lægra vöruverði. Hlutfall matvöru í heildarútgjöldum heimilanna hefur farið hríðlækkandi síðasta áratuginn. Venjulegt fólk hefur nú meiri fjármuni til ráðstöfunar í aðra hluti en vistir til heimilisins. Þrátt fyrir að Bónusverslanirnar hafi ríkt á lágvörumarkaðnum verður ekki annað sagt en að fyrirtækið hafi reynt að hegða sér eins og það væri í harðri samkeppni. Vöruverð hefur allan tímann verið umtalsvert lægra en hjá næsta keppinauti sem bendir til þess að fyrirtækið hafi staðist þá freistingu að nota sér yfirburðarstöðu á lægsta hluta markaðarins. Krónan stígur nú sín fyrstu skref í beinni samkeppni við Bónus og vonandi munu þessi fyrirtæki takast á um hylli sparsamra neytenda á komandi árum. Í íslensku samfélagi hefur orðið gríðarleg eignamyndun á undanförnum árum. Aldrei hafa fleiri verið í stakk búnir til þess að láta til sín taka í íslensku viðskiptalífi. Sú staðreynd er góð tilhugsun fyrir íslenskan almenning. Hún þýðir að aflið til fjárfestingar er mikið og ef þau fyrirtæki sem nú eru í rekstri slá slöku við og sofna á verðinum, þá munu menn sjá tækifæri til innkomu á markaðinn. Samkeppni og samkeppnishugsun er sem betur fer allt meira ríkjandi á markaði og ekkert svæði á markaðnum er öruggt nema að menn standi sig betur en næsti maður.