Undirbúa dómsmál vegna kaupanna 3. mars 2005 00:01 Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar. Danska dagblaðið Berlingske Tidende greinir frá því í dag að margir smærri hluthafar Magasín telja að fyrrverandi stjórn fyrirtækisins hafi brotið lög og haldið upplýsingum leyndum fyrir hluthöfum þegar hún ákvað að selja íslenska fyrirtækinu M-holding, sem er að stórum hlut í eigu Baugs, meirihlutann í verslanakeðjunni. Hluthafarnir fimmtán sem ætla í mál við stjórnina fyrrverandi segja að söluverð hvers hlutar hafi verið alltof lágt. Á aðalfundi Magasín í fyrradag var samþykkt að skylda eldri hluthafa til að selja Íslendingunum hlut sinn. Margir þeirra eru því hins vegar andsnúnir þar sem þeir telja að andvirði hvers hlutar sé að minnsta kosti tvisvar sinnum verðmeira en verðið sem á að skikka þá til að selja á. Þeir byggja það meðal annars á því að verulegur hagnaður hafi orðið af sölu Magasín á fasteignum fyrirtækisins við Kóngsins Nýtorg í Kaupmannahöfn, en að þeim upplýsingum hafi verið leynt fyrir hinum smærri hluthöfum. Sá hagnaður einn og sér eigi að auka andvirði hvers hlutar. Samtök fjárfesta, sem eru 13 þúsunda manna samtök hlutafjáreigenda, telja viðskipti fyrrverandi stjórnar og íslensku fjárfestanna ólögleg þar sem ekki hafi allir setið við sama borð. Samtökin bíða nú viðbragða allra smærri hluthafa Magasíns og reikna með að reka málið fyrir þeirra hönd fyrir dómstólum. Lögmaður íslensku fjárfestanna segir málið orðum aukið en formaður samtaka fjárfesta, Claus W. Silfverberg, er á öðru máli. Hann segist sannfærður um að málstaður hluthafanna sé góður og bætir við, í samtali við Berlingske Tidende, að það sé einfaldlega ekki hægt að ganga að hlutum fólks og stela þeim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar. Danska dagblaðið Berlingske Tidende greinir frá því í dag að margir smærri hluthafar Magasín telja að fyrrverandi stjórn fyrirtækisins hafi brotið lög og haldið upplýsingum leyndum fyrir hluthöfum þegar hún ákvað að selja íslenska fyrirtækinu M-holding, sem er að stórum hlut í eigu Baugs, meirihlutann í verslanakeðjunni. Hluthafarnir fimmtán sem ætla í mál við stjórnina fyrrverandi segja að söluverð hvers hlutar hafi verið alltof lágt. Á aðalfundi Magasín í fyrradag var samþykkt að skylda eldri hluthafa til að selja Íslendingunum hlut sinn. Margir þeirra eru því hins vegar andsnúnir þar sem þeir telja að andvirði hvers hlutar sé að minnsta kosti tvisvar sinnum verðmeira en verðið sem á að skikka þá til að selja á. Þeir byggja það meðal annars á því að verulegur hagnaður hafi orðið af sölu Magasín á fasteignum fyrirtækisins við Kóngsins Nýtorg í Kaupmannahöfn, en að þeim upplýsingum hafi verið leynt fyrir hinum smærri hluthöfum. Sá hagnaður einn og sér eigi að auka andvirði hvers hlutar. Samtök fjárfesta, sem eru 13 þúsunda manna samtök hlutafjáreigenda, telja viðskipti fyrrverandi stjórnar og íslensku fjárfestanna ólögleg þar sem ekki hafi allir setið við sama borð. Samtökin bíða nú viðbragða allra smærri hluthafa Magasíns og reikna með að reka málið fyrir þeirra hönd fyrir dómstólum. Lögmaður íslensku fjárfestanna segir málið orðum aukið en formaður samtaka fjárfesta, Claus W. Silfverberg, er á öðru máli. Hann segist sannfærður um að málstaður hluthafanna sé góður og bætir við, í samtali við Berlingske Tidende, að það sé einfaldlega ekki hægt að ganga að hlutum fólks og stela þeim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira