Gjörbreytt íslandsmót á næsta ári 6. mars 2005 00:01 Tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag á íslandsmótinu í handbolta liggr fyrir og verða þær kynntar á ársþingi HSÍ næsta laugardag. Yfirgnæfandi líkur eru á að hún verði samþykkt. Tillagan sem kynnt verður á ársþinginu á laugardag kemur frá nefnd sem var skipuð í framhaldi af formannafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl. Felur hún í sér miklar breytingar, þar sem sú stærsta er líklega sú að úrslitakeppnin góða, sem skorið hefur úr um íslandsmeistara mörg undanfarin ár, er úr sögunni. Þess í stað verður tekin verður upp einföld deildarkeppni þar sem það lið sem fær flest stig mun standa uppi sem Íslandsmeistari. Er þetta samskonar fyrirkomulag og er við lýði í mörgum stærstu deildum Evrópu, t.d. þýsku og spænsku úrvalsdeildinni. Fari því svo að tillagan verði samþykkt munu öll fjórtán lið landsins koma saman í einni deild á næsta ári þar sem keppt verður tvöföld umferð, heima og að heiman. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, stóð sambandið nýlega fyrir skoðanakönnun fyrir þjálfara og forsvarsmenn handboltafélaga þar sem niðurstöður sýndu að vilji er innan hreyfingarinnar að setja Íslandsmótið í efstu deild karla í tvær deildir. Að sögn Einars mun það ekki geta gerst fyrr en á næsta ári en fyrihugað sé að sex lið verði felld að loknu mótinu á næsta ári, gangi tillagan í gegn. Það sé hinsvegar ekki fyrr en á Ársþinginu að ári sem að sú tillaga verður tekin fyrir. "Hugmyndin er þá að tímabilið 2006-2007 verði leikið sé í tveimur deildum þar sem átta lið skipi efstu deild. Þá verði leiknar þrjár umferðir þar sem innbyrðis viðureignir liða í fyrstu tveimur umferðunum ráði til um hvar viðureign liðanna í þriðju umferð fer fram. Þannig þurfa liðin að hugsa um úrslit allt mótið og markatalan er farin að skipta máli frá fyrsta leik," segir Einar. Áætlað er að deildarkeppninni sjálfri með slíku fyrirkomulagi verði lokið um miðjan apríl. Í tillögunni er ennfremur að finna hugmyndir um svokallaðan Deildarbikar sem færi fram strax að loknu íslandsmóti og tæki 2-3 vikur. Í honum hefðu fjögur efstu lið deildarnnar þáttökurétt og myndi sigurvegarinn öðlast þáttökurétt í EHF keppninni. Íslandsmeistari öðlast að sjálfsögðu rétt í Meistarakeppni Evrópu og liðið í 2. sæti deildarinnar tekur þátt í Áskorendakeppninni. Þá verður óbreytt fyrirkomulag á bikarkeppninni þar sem sigurvegari öðlast þáttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa. Einar segir að tillögurnar hafi þegar verið kynntar fyrir forsvarsmönnum félaga landsins og að flestir þeirra hafi tekið mjög vel í breytingarnar. Og ef tekið er mið af þeim miklu gagnrýnisröddum um núverandi deildarfyrirkomulag verða að teljast yfirgnæfandi líkur á að breytingartillagan nýja verði samþykkt á ársþinginu. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira
Tillaga um breytt keppnisfyrirkomulag á íslandsmótinu í handbolta liggr fyrir og verða þær kynntar á ársþingi HSÍ næsta laugardag. Yfirgnæfandi líkur eru á að hún verði samþykkt. Tillagan sem kynnt verður á ársþinginu á laugardag kemur frá nefnd sem var skipuð í framhaldi af formannafundi sem haldinn var þann 12. febrúar sl. Felur hún í sér miklar breytingar, þar sem sú stærsta er líklega sú að úrslitakeppnin góða, sem skorið hefur úr um íslandsmeistara mörg undanfarin ár, er úr sögunni. Þess í stað verður tekin verður upp einföld deildarkeppni þar sem það lið sem fær flest stig mun standa uppi sem Íslandsmeistari. Er þetta samskonar fyrirkomulag og er við lýði í mörgum stærstu deildum Evrópu, t.d. þýsku og spænsku úrvalsdeildinni. Fari því svo að tillagan verði samþykkt munu öll fjórtán lið landsins koma saman í einni deild á næsta ári þar sem keppt verður tvöföld umferð, heima og að heiman. Að sögn Einars Þorvarðarsonar, framkvæmdastjóra HSÍ, stóð sambandið nýlega fyrir skoðanakönnun fyrir þjálfara og forsvarsmenn handboltafélaga þar sem niðurstöður sýndu að vilji er innan hreyfingarinnar að setja Íslandsmótið í efstu deild karla í tvær deildir. Að sögn Einars mun það ekki geta gerst fyrr en á næsta ári en fyrihugað sé að sex lið verði felld að loknu mótinu á næsta ári, gangi tillagan í gegn. Það sé hinsvegar ekki fyrr en á Ársþinginu að ári sem að sú tillaga verður tekin fyrir. "Hugmyndin er þá að tímabilið 2006-2007 verði leikið sé í tveimur deildum þar sem átta lið skipi efstu deild. Þá verði leiknar þrjár umferðir þar sem innbyrðis viðureignir liða í fyrstu tveimur umferðunum ráði til um hvar viðureign liðanna í þriðju umferð fer fram. Þannig þurfa liðin að hugsa um úrslit allt mótið og markatalan er farin að skipta máli frá fyrsta leik," segir Einar. Áætlað er að deildarkeppninni sjálfri með slíku fyrirkomulagi verði lokið um miðjan apríl. Í tillögunni er ennfremur að finna hugmyndir um svokallaðan Deildarbikar sem færi fram strax að loknu íslandsmóti og tæki 2-3 vikur. Í honum hefðu fjögur efstu lið deildarnnar þáttökurétt og myndi sigurvegarinn öðlast þáttökurétt í EHF keppninni. Íslandsmeistari öðlast að sjálfsögðu rétt í Meistarakeppni Evrópu og liðið í 2. sæti deildarinnar tekur þátt í Áskorendakeppninni. Þá verður óbreytt fyrirkomulag á bikarkeppninni þar sem sigurvegari öðlast þáttökurétt í Evrópukeppni Bikarhafa. Einar segir að tillögurnar hafi þegar verið kynntar fyrir forsvarsmönnum félaga landsins og að flestir þeirra hafi tekið mjög vel í breytingarnar. Og ef tekið er mið af þeim miklu gagnrýnisröddum um núverandi deildarfyrirkomulag verða að teljast yfirgnæfandi líkur á að breytingartillagan nýja verði samþykkt á ársþinginu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjá meira