Áföll 15. mars 2005 00:01 Flest höfum við orðið fyrir lífsreynslu sem kom okkur úr jafnvægi. Í þessu hollráði ætla ég að leyfa mér að fjalla um slíka lífsreynslu sem áföll þó þau séu kannski smávægileg miðað við önnur og meiri áföll. Viðbrögð okkar við áföllum skiptast venjulega í fimm þætti: 1. Afneitun 2. Reiði 3. Að kenna einhverju/einhverjum um 4. Þunglyndi 5. Útgönguleið Dæmi: Við stígum á vigt og sjáum að við höfum þyngst um 5 kíló! 1. Vigtin hlýtur að vera biluð! 2. Af hverju í ósköpunum er verið að setja upp bilaða vigt hér? 3. Nú verð ég í vondu skapi í allan dag vegna þess að "þeir" settu þessa vigt hér! 4. Getur virkilega verið að ég hafi þyngst svona mikið? 5. Þú drífur þig í líkamsrækt. Ávinningur líkamsræktar Vitað er að líkamsrækt hefur margs konar jákvæð áhrif á okkur. En hvers konar líkamsrækt hefur líka aðrar og meiri "aukaverkanir" í formi þess að okkur líður betur ef við hreyfum okkur reglulega. Það leiðir aftur til þess að við förum að gera meiri kröfur til okkar sem og annarra. Þetta gerist vegna þess að líkamsrækt styrkir okkur ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Hvernig getur líkamsrækt styrkt okkur andlega? Rannsóknir hafa sýnt fram á að við eigum allt að 70% auðveldara með að taka ákvarðanir þegar við stundum líkamsrækt reglulega og markvisst. Þetta gildir að sjálfsögðu jafnt um hversdagslegar og mikilvægari ákvarðanir. Líkamsrækt og þunglyndi Rannsóknir hafa einnig sýnt að líkamsrækt getur komið betur út en lyfjameðferð við ýmsum tegundum þunglyndis. Boðskapurinn er því Stundaðu líkamsrækt því þú stendur eftir sterkari á líkama og sál! Það skiptir nefnilega ekki mestu máli hvað kemur fyrir okkur í lífinu heldur hvernig við bregðumst við því. Þetta og fleiri hollráð er að finna á vefsvæði Heilsuráðgjafar, www.heilsuradgjof.is Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Flest höfum við orðið fyrir lífsreynslu sem kom okkur úr jafnvægi. Í þessu hollráði ætla ég að leyfa mér að fjalla um slíka lífsreynslu sem áföll þó þau séu kannski smávægileg miðað við önnur og meiri áföll. Viðbrögð okkar við áföllum skiptast venjulega í fimm þætti: 1. Afneitun 2. Reiði 3. Að kenna einhverju/einhverjum um 4. Þunglyndi 5. Útgönguleið Dæmi: Við stígum á vigt og sjáum að við höfum þyngst um 5 kíló! 1. Vigtin hlýtur að vera biluð! 2. Af hverju í ósköpunum er verið að setja upp bilaða vigt hér? 3. Nú verð ég í vondu skapi í allan dag vegna þess að "þeir" settu þessa vigt hér! 4. Getur virkilega verið að ég hafi þyngst svona mikið? 5. Þú drífur þig í líkamsrækt. Ávinningur líkamsræktar Vitað er að líkamsrækt hefur margs konar jákvæð áhrif á okkur. En hvers konar líkamsrækt hefur líka aðrar og meiri "aukaverkanir" í formi þess að okkur líður betur ef við hreyfum okkur reglulega. Það leiðir aftur til þess að við förum að gera meiri kröfur til okkar sem og annarra. Þetta gerist vegna þess að líkamsrækt styrkir okkur ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Hvernig getur líkamsrækt styrkt okkur andlega? Rannsóknir hafa sýnt fram á að við eigum allt að 70% auðveldara með að taka ákvarðanir þegar við stundum líkamsrækt reglulega og markvisst. Þetta gildir að sjálfsögðu jafnt um hversdagslegar og mikilvægari ákvarðanir. Líkamsrækt og þunglyndi Rannsóknir hafa einnig sýnt að líkamsrækt getur komið betur út en lyfjameðferð við ýmsum tegundum þunglyndis. Boðskapurinn er því Stundaðu líkamsrækt því þú stendur eftir sterkari á líkama og sál! Það skiptir nefnilega ekki mestu máli hvað kemur fyrir okkur í lífinu heldur hvernig við bregðumst við því. Þetta og fleiri hollráð er að finna á vefsvæði Heilsuráðgjafar, www.heilsuradgjof.is
Heilsa Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira