Halldór gagnrýnir Seðlabankann 22. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Seðlabankinn mun hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentu þann 29. mars og verða þeir þá níu prósent sem er hátt í fjórum prósentustigum hærra en í byrjun maí í fyrra. Fréttastofan náði tali af forsætisráðherra nú undir kvöld og sagði hann þessa vaxtahækkun valda sér miklum vonbrigðum þar sem hann óttist að hún, líkt og fyrri hækkanir, verði til að styrkja gengi krónunnar enn frekar og gera þar með rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina enn erfiðari. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að við verðum að horfa tvö ár fram á veginn. Hækkunin núna sé fyrst og fremst til að slá á þá miklu eftirspurn sem sé í þjóðfélaginu og verði á næsta ári. Forsætisráðherra bendir á að verðbólgan er tvö prósent ef horft er fram hjá hækkun húsnæðisverðs í vísitölunni. Honum finnst ástæða til að skoða hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í vísitölunni og fá skýringar á því hvers vegna hann er frábrugðinn því sem gerist og gengur í kringum okkur. Halldór vill skoða hvort Seðlabankanum sé sniðinn of þröngt stakkur með því að skilgreina verðbólgumarkmið sem hækkun neysluverðs án nokkurs fyrirvara og ætlar að ræða það við seðlabankastjóra. Birgir segir engan vafa á því að veruleg skýring á verðbólgunni nú sé mikil útlánaþensla, og þá ekki síst bankanna. Seðlabankinn hefur hvatt þá til að fara varlega og gerir það áfram. Aðspurður hvort honum finnist ekki að endurskoða eigi hvernig húsnæðisverð er reiknað inn í vísitöluna segist Birgir ekki vera á því. Mikilvægt sé að halda húsnæðisverðinu inni í vísitölunni því það að húsnæðisverð hækki sé oft vísbending um undanfarandi verðbólgu á ýmsum öðrum sviðum. Birgir segir ennfremur að það muni ekki ganga til lengdar að horfa upp á óhefta samkeppni milli viðskiptabankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs en það sé hins vegar á sviði stjórnmálamanna að breyta hlutverki sjóðsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Seðlabankinn mun hækka stýrivexti um fjórðung úr prósentu þann 29. mars og verða þeir þá níu prósent sem er hátt í fjórum prósentustigum hærra en í byrjun maí í fyrra. Fréttastofan náði tali af forsætisráðherra nú undir kvöld og sagði hann þessa vaxtahækkun valda sér miklum vonbrigðum þar sem hann óttist að hún, líkt og fyrri hækkanir, verði til að styrkja gengi krónunnar enn frekar og gera þar með rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina enn erfiðari. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að við verðum að horfa tvö ár fram á veginn. Hækkunin núna sé fyrst og fremst til að slá á þá miklu eftirspurn sem sé í þjóðfélaginu og verði á næsta ári. Forsætisráðherra bendir á að verðbólgan er tvö prósent ef horft er fram hjá hækkun húsnæðisverðs í vísitölunni. Honum finnst ástæða til að skoða hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í vísitölunni og fá skýringar á því hvers vegna hann er frábrugðinn því sem gerist og gengur í kringum okkur. Halldór vill skoða hvort Seðlabankanum sé sniðinn of þröngt stakkur með því að skilgreina verðbólgumarkmið sem hækkun neysluverðs án nokkurs fyrirvara og ætlar að ræða það við seðlabankastjóra. Birgir segir engan vafa á því að veruleg skýring á verðbólgunni nú sé mikil útlánaþensla, og þá ekki síst bankanna. Seðlabankinn hefur hvatt þá til að fara varlega og gerir það áfram. Aðspurður hvort honum finnist ekki að endurskoða eigi hvernig húsnæðisverð er reiknað inn í vísitöluna segist Birgir ekki vera á því. Mikilvægt sé að halda húsnæðisverðinu inni í vísitölunni því það að húsnæðisverð hækki sé oft vísbending um undanfarandi verðbólgu á ýmsum öðrum sviðum. Birgir segir ennfremur að það muni ekki ganga til lengdar að horfa upp á óhefta samkeppni milli viðskiptabankanna og hins ríkisstyrkta Íbúðalánasjóðs en það sé hins vegar á sviði stjórnmálamanna að breyta hlutverki sjóðsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent