Skilyrði til að tryggja jafnræði 23. mars 2005 00:01 Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Samrunafyrirtækjum fjölmiðla- og fjarskipta er óheimilt að tvinna saman sölu á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu og þau verður að reka sem sjálfstæð fyrirtæki. Þau mega ekki veita sjálfum sér afslátt í innbyrgðis viðskiptum. Eru það meðal ítarlegra skilyrða sem Samkeppnisráð hefur sett fyrir samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla sem reka sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og Sýn og samruna Símans og Skjás Eins. Báðar samsteypurnar segja skilyrðin ásættanleg. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir svo vera fljótt á litið. Dóra Sif Tynes, forstöðumaður lögfræðisviðs Og Vodafone, segir þau ásættanleg nema í ljós komi að Símanum hafi ekki verið sett sambærileg skilyrði. Báðar segja þær að skilyrðin ekki koma í veg fyrir að fyrirtækin nái þeim markmiðum sem þau vildu með kaupum á fjölmiðlum. Síminn lýsir yfir að með kaupum á fjölmiðli ætli hann byggja upp stafrænt sjónvarpsdreifikerfi á landsvísu: "Eftirsóknarvert efni er enda forsenda þess að viðskiptavinir nýti sér þjónustu á sjónvarpsmarkaði. [...] Nái markmið úrskurðarins fram að ganga er aðgengi neytenda að eftirsóttu efni á starfrænu formi orðið greiðara." Það er einmitt eitt markmiða Samkeppnisstofnunar með skilyrðunum. Í tilkynningu stendur að gripið hafi verið til þeirra til að tryggja aðgang keppinauta samsteypnanna tveggja að dreifikerfum og vinsælu sjónvarpsefni í eigu þeirra og til að auðvelda nýjum fyrirtækjum að hasla sér völl á markaðinum. Samkeppnisstofnun taldi að ef reglur yrðu ekki settar myndi hin mikla samþjöppun á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði útiloka aðra keppinauta, skaða hag neytenda til lengri tíma litið með tilboðum pakkalausna í ólíkri þjónustu og mismuna öðrum sem komi til með að starfa á markaðinum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent