Held að Víkingur vinni í Eyjum 30. mars 2005 00:01 ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. "Viðureign ÍBV og Víkings verður mjög athyglisverð og þó að fólk geri kannski almennt ráð fyrir að ÍBV fari létt í gegnum þetta er ég viss um að það verður ekki auðvelt. Það hafa verið brotalamir í Eyjaliðinu í vetur og mér finnst lið Víkings hafa verið vaxandi undanfarið. Það er allt annað að sjá til liðsins síðan það fékk nýjan þjálfara og þar með er ég ekki að segja að það hafi verið Óskari að kenna að liðið var að ströggla, heldur virkar það oft sem vítamínsprauta á lið þegar nýr þjálfari tekur við. Þess vegna ætla ég að gerast svo djarfur að spá Víkingi sigri í fyrsta leiknum. Þetta verður hörkurimma og þó að Víkingur vinni fyrsta leikinn er ekki þar með sagt að liðið vinni seríuna, en þetta verður mjög jafnt," segir Erlendur. "Ég ætla að tippa á að FH-stúlkur vinni fyrsta leikinn við Val, því ég held að þær hafi ekki tapað síðan þær fengu nýjan þjálfara og þær eru mjög erfiðar í Kaplakrika. Það er eins hjá þeim og hjá Víkingi að þær eru orðnar miklu hressari með nýjan þjálfara í brúnni. Það er gífurleg stemmning í hópnum hjá þeim og þær eru að mínu mati með öllu sterkari mannskap. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru þetta mjög áþekk lið. Valsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku og misst mikið af leikmönnum í vetur, en það er engu að síður töggur í þessum stelpum og þær unnu okkur í Stjörnunni hér í Ásgarði í síðustu umferðinni í deildinni. Ég hallast engu að síður að því að FH fari áfram úr þessu einvígi 2-1," sagði Erlendur Ísfeld. Leikir kvöldsins hefjast báðir klukkan 19.15. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. "Viðureign ÍBV og Víkings verður mjög athyglisverð og þó að fólk geri kannski almennt ráð fyrir að ÍBV fari létt í gegnum þetta er ég viss um að það verður ekki auðvelt. Það hafa verið brotalamir í Eyjaliðinu í vetur og mér finnst lið Víkings hafa verið vaxandi undanfarið. Það er allt annað að sjá til liðsins síðan það fékk nýjan þjálfara og þar með er ég ekki að segja að það hafi verið Óskari að kenna að liðið var að ströggla, heldur virkar það oft sem vítamínsprauta á lið þegar nýr þjálfari tekur við. Þess vegna ætla ég að gerast svo djarfur að spá Víkingi sigri í fyrsta leiknum. Þetta verður hörkurimma og þó að Víkingur vinni fyrsta leikinn er ekki þar með sagt að liðið vinni seríuna, en þetta verður mjög jafnt," segir Erlendur. "Ég ætla að tippa á að FH-stúlkur vinni fyrsta leikinn við Val, því ég held að þær hafi ekki tapað síðan þær fengu nýjan þjálfara og þær eru mjög erfiðar í Kaplakrika. Það er eins hjá þeim og hjá Víkingi að þær eru orðnar miklu hressari með nýjan þjálfara í brúnni. Það er gífurleg stemmning í hópnum hjá þeim og þær eru að mínu mati með öllu sterkari mannskap. Eins og staða liðanna í deildinni gefur til kynna eru þetta mjög áþekk lið. Valsliðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku og misst mikið af leikmönnum í vetur, en það er engu að síður töggur í þessum stelpum og þær unnu okkur í Stjörnunni hér í Ásgarði í síðustu umferðinni í deildinni. Ég hallast engu að síður að því að FH fari áfram úr þessu einvígi 2-1," sagði Erlendur Ísfeld. Leikir kvöldsins hefjast báðir klukkan 19.15.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira