Fréttastjóri í einn dag 1. apríl 2005 00:01 "Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
"Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira