Úrvalsvísitala yfir 4000 stig 6. apríl 2005 00:01 Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Sérfræðingar greiningardeildar Íslandsbanka gera hækkun úrvalsvísitölunnar að umfjöllunarefni í morgunkorni sínu í dag. Þar kemur meðal annars fram að þeir spá á milli 25 og 30 prósenta hækkun á vísitölunni í ár, en hún hefur þegar hækkað um 19,5 prósent. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka segir ástæðuna útlit fyrir góða afkomu fyrirtækja á markaði auk þess sem útrás hafi áhrif. Þetta og fleira bendi til frekari hækkunar þó að meirihluti hennar sé nú þegar kominn fram. Þessi hækkun er þó lítil sé litið til áranna á undan því árið 2004 nam hækkunin 59 prósentum og 56 prósentum árið áður. Á erlendu hlutabréfamörkuðum hefur þróunin ekki verið sambærileg við það sem hefur gerst hér á landi. Þýðir það þá að hér heima séu allir orðnir stjörnuvitlausir eða er allt í lagi? Ingólfur segir hækkunina vitni um þá grósku sem sé í þeim félögum sem séu á innlendum hlutabréfamarkaði. Mjög margt hafi gerst hjá þeim. Bankarnir hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og misserum samhliða einkavæðingarferlinu og þeim krafti sem það leiddi úr læðingi. Þeir myndi mjög stóran hluta af hlutabréfamarkaði hér á landi og eðlilega hreyfi gott gengi þeirra vísitöluna mjög mikið. Ingólfur bendir einnig á önnu félög sem hafi gert góða hluti, eins og Flugleiðir, Bakkavör og Össur. Þau hafi verið dugleg m.a. í útrásinni og það hafi líka drifið hækkunina áfram. Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Sérfræðingar greiningardeildar Íslandsbanka gera hækkun úrvalsvísitölunnar að umfjöllunarefni í morgunkorni sínu í dag. Þar kemur meðal annars fram að þeir spá á milli 25 og 30 prósenta hækkun á vísitölunni í ár, en hún hefur þegar hækkað um 19,5 prósent. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka segir ástæðuna útlit fyrir góða afkomu fyrirtækja á markaði auk þess sem útrás hafi áhrif. Þetta og fleira bendi til frekari hækkunar þó að meirihluti hennar sé nú þegar kominn fram. Þessi hækkun er þó lítil sé litið til áranna á undan því árið 2004 nam hækkunin 59 prósentum og 56 prósentum árið áður. Á erlendu hlutabréfamörkuðum hefur þróunin ekki verið sambærileg við það sem hefur gerst hér á landi. Þýðir það þá að hér heima séu allir orðnir stjörnuvitlausir eða er allt í lagi? Ingólfur segir hækkunina vitni um þá grósku sem sé í þeim félögum sem séu á innlendum hlutabréfamarkaði. Mjög margt hafi gerst hjá þeim. Bankarnir hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og misserum samhliða einkavæðingarferlinu og þeim krafti sem það leiddi úr læðingi. Þeir myndi mjög stóran hluta af hlutabréfamarkaði hér á landi og eðlilega hreyfi gott gengi þeirra vísitöluna mjög mikið. Ingólfur bendir einnig á önnu félög sem hafi gert góða hluti, eins og Flugleiðir, Bakkavör og Össur. Þau hafi verið dugleg m.a. í útrásinni og það hafi líka drifið hækkunina áfram.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira