Fundu upp nýstárlega barnagælu 26. apríl 2005 00:01 Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. Barnagælan er prófverkefni þriggja verkfræðinema við Háskóla Íslands, þeirra Fjólu Jóhannesdóttur, Arngríms Einarssonar og Glenns Setterströms. Þau kynntu verkefnið fyrir félögum sínum í gær en þetta er tiltölulega fyrirferðalítill búnaður. Arngrímur og Fjóla segja að barnagælan ruggi vagni barnsins ef það fari að gráta og hætti að rugga því ef það hætti að gráta. Fjóla segir að öllu sé stýrt með tölvu en að barnagráturinn sé tekinn upp með hljóðnema í vagninum. Það er bara grátur sem setur tækið af stað en ekki til dæmis hljóðkútslaus bíll sem ekur fram hjá. En hvað ef barnið er óhuggandi? Fjóla segir að þá fái foreldrarnir SMS-skilaboð um að barnið vilji láta líta á sig. Notandinn skilgreini hversu langan tíma hann vilji að barnið gráti áður en SMS-skeytið er sent. Þrátt fyrir að tækið virðist einfalt er mikil vinna á bak við það. Barnagælan hefur ekki enn verið reynd á raunverulegu barni. Hönnuðirnir segja hugmyndina ekki hafa kviknað vegna andvökunátta við barnsgrát eða gráts sem truflaði próflestur. Þau segjast í upphafi hafa verið í vandræðum með að finna verkefni en þeim hafi dottið þetta í hug ásamt einum kennaranum. Þau hafi útfært verkefnið á sinn hátt og fundið að þeirra mati einfalda og þægilega lausn. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. Barnagælan er prófverkefni þriggja verkfræðinema við Háskóla Íslands, þeirra Fjólu Jóhannesdóttur, Arngríms Einarssonar og Glenns Setterströms. Þau kynntu verkefnið fyrir félögum sínum í gær en þetta er tiltölulega fyrirferðalítill búnaður. Arngrímur og Fjóla segja að barnagælan ruggi vagni barnsins ef það fari að gráta og hætti að rugga því ef það hætti að gráta. Fjóla segir að öllu sé stýrt með tölvu en að barnagráturinn sé tekinn upp með hljóðnema í vagninum. Það er bara grátur sem setur tækið af stað en ekki til dæmis hljóðkútslaus bíll sem ekur fram hjá. En hvað ef barnið er óhuggandi? Fjóla segir að þá fái foreldrarnir SMS-skilaboð um að barnið vilji láta líta á sig. Notandinn skilgreini hversu langan tíma hann vilji að barnið gráti áður en SMS-skeytið er sent. Þrátt fyrir að tækið virðist einfalt er mikil vinna á bak við það. Barnagælan hefur ekki enn verið reynd á raunverulegu barni. Hönnuðirnir segja hugmyndina ekki hafa kviknað vegna andvökunátta við barnsgrát eða gráts sem truflaði próflestur. Þau segjast í upphafi hafa verið í vandræðum með að finna verkefni en þeim hafi dottið þetta í hug ásamt einum kennaranum. Þau hafi útfært verkefnið á sinn hátt og fundið að þeirra mati einfalda og þægilega lausn.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira