Umfangsmesta friðun hér á landi 27. apríl 2005 00:01 "Þarna er að verða til stærsta friðaða svæðið á landinu," segir Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur um eitt stærsta átak í landvernd og uppgræðslu hér landi. Á næstunni verður lokið við umfangsmikla girðingarvinnu í Landnámi Ingólfs. Þar með verður allt fé á svæðinu lokað inni á sérstökum beitarhólfum. Allt annað land á svæðinu verður friðað. Unnið hefur verið að þessu máli í meira en 20 ár en nú er það á lokastigi. Svæðið nær allt frá Reykjanestá upp að Kjalarnesi, yfir um Þingvallavatn og að Ölfusá. Þeir sem eiga hlut að þessu máli eru viðkomandi sveitarfélög, Vegagerðin, Landgræðslan og Bændasamtökin sem veitt hafa ráðgjöf. "Það veit enginn hve stórt þetta svæði er," sagði Ólafur, "en þetta eru allavega einhver hundruð ferkílómetra. Þarna verða allir vegir friðaðir fyrir ágangi fjár. Þá verða stór landsvæði aðgengilegri til skógræktar og uppgræðslu." Ólafur sagði, að á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar hefði verið samþykkt ályktun um náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu. Mikil spjöll hefðu verið unnin utan vega á svæðinu, bæði af torfærumótorhjólum og bílum. Það vandamál hefði farið vaxandi á síðari árum. Þá væri mikið álag af umferð hesta. Malartekja víða á svæðinu færi illa og í sumum tilvikum hörmulega með landið. "Skipuleggja þarf uppgræðslu og ræktun þessa svæðis til framtíðar," sagði Ólafur Samtökin Gróður fyrir fólk hafa beitt sér fyrir því að hrossatað sem til fellur í hesthúsahverfunum á þessu svæði verði notað til uppgræðslu. Það hefur verið flutt á urðunarstaði í Álfsnesi. Björn Halldórsson hjá Sorpu tjáði Fréttablaðinu að magnið sem bærist væri 20 - 30.000 tonn á ári. Móttökugjald væri ein króna á hvert kíló. "Núna skapast skilyrði með tilkomu þessara girðinga til að nota hrossataðið til uppgræðslu," sagði Ólafur. "Það hefur ekki verið hægt til þessa vegna sjúkdómavarna, þar sem hey hefur verið flutt af ýmsum stöðum í hesthúsahverfin. Menn hafa óttast að það gæti dreift riðu. En nú verður hægt að dreifa taðinu á friðuð svæði að teknu tilliti til vatnsbóla og annarra viðkvæmra svæða." Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
"Þarna er að verða til stærsta friðaða svæðið á landinu," segir Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðunautur um eitt stærsta átak í landvernd og uppgræðslu hér landi. Á næstunni verður lokið við umfangsmikla girðingarvinnu í Landnámi Ingólfs. Þar með verður allt fé á svæðinu lokað inni á sérstökum beitarhólfum. Allt annað land á svæðinu verður friðað. Unnið hefur verið að þessu máli í meira en 20 ár en nú er það á lokastigi. Svæðið nær allt frá Reykjanestá upp að Kjalarnesi, yfir um Þingvallavatn og að Ölfusá. Þeir sem eiga hlut að þessu máli eru viðkomandi sveitarfélög, Vegagerðin, Landgræðslan og Bændasamtökin sem veitt hafa ráðgjöf. "Það veit enginn hve stórt þetta svæði er," sagði Ólafur, "en þetta eru allavega einhver hundruð ferkílómetra. Þarna verða allir vegir friðaðir fyrir ágangi fjár. Þá verða stór landsvæði aðgengilegri til skógræktar og uppgræðslu." Ólafur sagði, að á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar hefði verið samþykkt ályktun um náttúruvernd á höfuðborgarsvæðinu. Mikil spjöll hefðu verið unnin utan vega á svæðinu, bæði af torfærumótorhjólum og bílum. Það vandamál hefði farið vaxandi á síðari árum. Þá væri mikið álag af umferð hesta. Malartekja víða á svæðinu færi illa og í sumum tilvikum hörmulega með landið. "Skipuleggja þarf uppgræðslu og ræktun þessa svæðis til framtíðar," sagði Ólafur Samtökin Gróður fyrir fólk hafa beitt sér fyrir því að hrossatað sem til fellur í hesthúsahverfunum á þessu svæði verði notað til uppgræðslu. Það hefur verið flutt á urðunarstaði í Álfsnesi. Björn Halldórsson hjá Sorpu tjáði Fréttablaðinu að magnið sem bærist væri 20 - 30.000 tonn á ári. Móttökugjald væri ein króna á hvert kíló. "Núna skapast skilyrði með tilkomu þessara girðinga til að nota hrossataðið til uppgræðslu," sagði Ólafur. "Það hefur ekki verið hægt til þessa vegna sjúkdómavarna, þar sem hey hefur verið flutt af ýmsum stöðum í hesthúsahverfin. Menn hafa óttast að það gæti dreift riðu. En nú verður hægt að dreifa taðinu á friðuð svæði að teknu tilliti til vatnsbóla og annarra viðkvæmra svæða."
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira