Boston 1 - Indiana 2 29. apríl 2005 00:01 Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig. NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Sjá meira
Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig.
NBA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Sjá meira