Eurovision 2005 - Dagur 3 - Rólegur dagur Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson Eurovision Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Nú er sólin farin að skína í Kænugarði. Það var ekki stór dagskráin hjá íslensku keppendunum í dag, en í gærkvöldi kíkti hópurinn í opinberan Euroklúbb og skemmti sér konunglega. Það var engin dagskrá í dag, en ég veit þó til þess að Selma vann hörðum höndum við að lagfæra ákveðna hluti sem ekki þóttu nógu vel fara í gær. Eitthvað var hljóðið að stríða henni, en hún var með hljóðnema sem var hengdur á höfuð henni þannig að hendur voru frjálsar, en hljóðið í honum var ekki nægilega gott. Það stendur því til að reyna að breyta því á þann hátt að hún haldi á hefðbundnum hljóðnema sem setur talsvert strik í reikninginn, enda dansatriðið tápmikið þar sem hendur eru mikið notaðar. Gaman að sjá á æfingu á morgun hvernig þetta tekst. Ég eyddi mestum hluta dagsins í að skoða mig um í miðbænum, sem er afar skemmtilegur og fallegur. Það var ýmislegt í borgarlífinu sem vakti athygli mina. Í fyrsta lagi voru það menn með hin ýmsu lifandi dýr föst við sig og buðu fólki að láta taka myndir af sér með þeim. Í annan stað rakst ég á þó nokkra lifandi símaklefa. Það eru menn með farsíma fasta við sig með bandi og bjóða vegfarendum að hringja gegn vægu gjaldi og voru allmargir sem nýttu sér þessa þjónustu. Vegna tungumálaörðugleika komst ég ekki að því hvað herlegheitin kostuðu. Í þriðja lagi eru það neðanjarðarverslunarkjarnar, sem tengjast neðanjarðarlestarkerfinu og eru nokkurra kílómetra langir og nokkuð mjóir og minna helst á katakombur eða eitthvað slíkt. Þarna er að finna allt milli himsins og jarðar, allt frá bílum, niður í snyrtivörur. Ekki veit ég af hverju þetta er neðanjarðar, en það gæti verið vegna plássleysis í miðborginni, eða hreinlega vegna þess að á veturna eru hér miklir kuldar. Hvað um það en þarna fékk orðið neðanjarðarhagkerfi, sem stundum er nefnt við austantjaldslöndin gömlu, glænýja merkingu í mínum huga. Það fjórða þori ég vart að nefna, en það eru drykkjuvenjur hér í borg. Þegar ég kem út úr íbúðinni minni á milli 8-9 á morgnana (5-6 að íslenskum tíma), er mjög algengt að mæta fólki með bjórflöskur í hendi, á virkum dögum og það snemma á morgnana. Svona gengur þetta allan daginn, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mér þykir bjór góður og er ekki tepra í þessum málum, en þetta er í harðari kantinum. Dagur þrjú að kveldi kominn og rétt að fara að finna sér einhvern stað að borða á. Það getur þó stundum verið svolítið erfitt því það er enga ensku að sjá á skiltum eða matseðlum og þá meina ég hvergi. Svo ekki sé talað um enska tungu, hún er ekki hér. En hvað um þetta er gott í dag frá Kiev Kveð með virktum Pjetur Sigurðsson
Eurovision Mest lesið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp