Kapphlaup um orku fyrir álver 15. maí 2005 00:01 Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Fréttir bárust af því í gær að Suðurnesjamenn hefðu náð samkomulagi við Norðurálsmenn um að undirbúa byggingu álvers í Helguvík. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir að mál Norðuráls hafi komið honum nokkuð á óvart en að forsvarsmenn fyrirtækisins séu þó ekki hræddir um að þetta skref hafi fært Alcan aftar í röðina. Enn standi til að byggja við álverið í Straumsvík og verið sé að skoða orkumálin í því tilliti. Hrannar segir enn fremur að án þess að hann vilji gera lítið úr samkomulaginu sem tilkynnt var um í gær sé aðeins um ræða viljayfirlýsingu um að vinna áfram að málinu. Það sé í sjálfu sér það sem Alcan hafi gert á sínum vettvangi undanfarin ár og það sé langt í land. Álver sé ekki hrist fram úr erminni. Hrannar segir orku ekki einungis frátekna fyrir Norðurál og hefur ekki áhyggjur yfir að Alcan hafi klúðrað sínu tækifæri um stækkun. Kannski þyki sumum Alcan hafa hangsað en félagið sé þeirrar skoðunar að góðir hlutir gerist hægt. Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, segir að ekki kæmi á óvart að Alcan myndi hraða ferli sínu nú eftir yfirlýsingar Norðuráls. Það sé farið að þrengja um þá raforku sem sé fáanleg í grendinni með góðu móti. Alcan sé komið með umhverfismat og í raun ekkert annað eftir en að taka ákvörðun um fjárfestingu og bjóða verkefnið út. Það taki stuttan tíma. Alcan sé því í raun komið mun lengra en aðrir í ferlinu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir bæði Norðurál og Alcan hafa verið í sambandi við Landsvirkjun vegna orkumála. Ekki séu þó neinar formlegar samningaviðræður í gangi. Ljóst þyrkir þó að samkeppni milli fyrirtækjanna sé fram undan. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Kapphlaup virðist hafið milli Norðuráls og Alcan, sem á álverið í Straumsvík, um að tryggja sér orku til meiri álframleiðslu Suðvestanlands. Bæði fyrirtækin hafa þreifað fyrir sér um orkukaup hjá Landsvirkjun. Fréttir bárust af því í gær að Suðurnesjamenn hefðu náð samkomulagi við Norðurálsmenn um að undirbúa byggingu álvers í Helguvík. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir að mál Norðuráls hafi komið honum nokkuð á óvart en að forsvarsmenn fyrirtækisins séu þó ekki hræddir um að þetta skref hafi fært Alcan aftar í röðina. Enn standi til að byggja við álverið í Straumsvík og verið sé að skoða orkumálin í því tilliti. Hrannar segir enn fremur að án þess að hann vilji gera lítið úr samkomulaginu sem tilkynnt var um í gær sé aðeins um ræða viljayfirlýsingu um að vinna áfram að málinu. Það sé í sjálfu sér það sem Alcan hafi gert á sínum vettvangi undanfarin ár og það sé langt í land. Álver sé ekki hrist fram úr erminni. Hrannar segir orku ekki einungis frátekna fyrir Norðurál og hefur ekki áhyggjur yfir að Alcan hafi klúðrað sínu tækifæri um stækkun. Kannski þyki sumum Alcan hafa hangsað en félagið sé þeirrar skoðunar að góðir hlutir gerist hægt. Andrés Svanbjörnsson, yfirverkfræðingur hjá viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, segir að ekki kæmi á óvart að Alcan myndi hraða ferli sínu nú eftir yfirlýsingar Norðuráls. Það sé farið að þrengja um þá raforku sem sé fáanleg í grendinni með góðu móti. Alcan sé komið með umhverfismat og í raun ekkert annað eftir en að taka ákvörðun um fjárfestingu og bjóða verkefnið út. Það taki stuttan tíma. Alcan sé því í raun komið mun lengra en aðrir í ferlinu. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir bæði Norðurál og Alcan hafa verið í sambandi við Landsvirkjun vegna orkumála. Ekki séu þó neinar formlegar samningaviðræður í gangi. Ljóst þyrkir þó að samkeppni milli fyrirtækjanna sé fram undan.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent