Gerðu tilboð í 99% hlut 17. maí 2005 00:01 Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila. Innlent Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent