Tólf áfram 25. maí 2005 00:01 Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Tólf hópum fjárfesta hefur verið boðið að gera bindandi kauptilboð í Símann. Að þessum tólf hópum standa alls 34 fyrirtæki og einstaklingar. Fátt kemur á óvart varðandi innlendu hópana. Almenningur ehf. er ekki meðal tilboðsgjafa þótt félagið styðji tilboð fjárfestahóps sem inniheldur Burðarás, KEA, Talsímafélagið, Tryggingamiðstöðina og Ólaf Jóhann Ólafsson. KB banki tekur þátt í tilboð ásamt sjö öðrum fjárfestum, meðal annars Exista ehf. (sem áður hét Meiður), fyrirtæki Margeirs Péturssonar, MP verðbréfum, og fjórum stórum lífeyrissjóðum. Þá býður hópur sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Bykó og bræðurnir Jón og Sturla Snorrasynir. Straumur gerir tilboð ásamt breska fjárfestingarbankanum Cinven. Þessir hópar munu hafa hug á að bjóða almennum fjárfestum bréf í Símanum að loknu útboðinu, en ekki er útlokað að fleiri hyggi á slíkt Íslandsbanki gerir tilboð í samvinnu við tvö bandarísk fjárfestingarfélög; Ripplewood og MidOcean. Ripplewood hefur meðal annars tekið þátt í fjárfestingum í fjarskiptageiranum, meðal annars með góðum árangri í Japan. Straumur fjárfestingarbanki vinnur með breskum fjárfestingarbanka Cinven að nafni. Íslenskt félag sem heitir D8 ehf. býður einnig í Símann ásamt Hellman og Friedman Europe Limited og Warburg Pincus LLC. Dagný Halldórsdóttir, sem er í forsvari fyrir D8, vildi ekki gefa það upp við Fréttablaðið í gær hverjir stæðu að félaginu ásamt sér. "Það eina sem þarf að koma fram er að þetta félag gerir tilboð," sagði hún í gær. Dagný er náskyld þeim Engeyingum, Benedikt og Einari Sveinssonum, en samkvæmt heimildum standa á bakvið D8 konur í atvinnulífinu. Dagný er fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslandssíma, en meðal þeirra sem nefndar hafa verið í tengslum við hópinn er Áslaug Magnúsdóttir, forstöðumaður fjárfestinga Baugs í Bretlandi og Arndís Kristjánsdóttir. Hóparnir sem komust áfram hafa fullt leyfi til þess að vinna saman að tilboði í framhaldinu. Þeir hafa nú heimild til að kynna sér fyrirtækið frekar og gera bindandi tilboð í júlílok. Tilboðin verða síðan opnuð fyrir opnum tjöldum og verði minna en fimm prósenta munur innan hæstu tilboða munu menn fá að bjóða á ný innan dagsins. Sá sem býður hæst mun síðan setjast að samningaborði með einkavæðingarnefnd.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent