Skerjafjarðarbraut þótti óhagkvæm 8. júní 2005 00:01 Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. Menn hafa áður litið til Álftaness við lausn á skipulagsmálum Reykjavíkur. Ekki eru nema tveir kílómetrar úr Vatnsmýrinni yfir á Bessastaðanes sem er enn óbyggt og hefur verið nefnt sem mögulegt flugvallarstæði. Reyndar var lengi vel bannað að byggja á Álftanesi, þar sem byggðin er nú, þar sem svæðið var frátekið undir millilandaflugvöll allt til ársins 1973. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, bæjarstjóra Álftaness, segir sagan að eftir það hafi byggðin þróast þannig að þáverandi íbúar nessins hafi einfaldlega byggt ofan í gömlu flugvallarstæðin svo hugmyndin kæmi ekki upp. Hann furðar sig því á því að Reykvíkingar nálgist nú Álftanes á þennan hátt. Í borgarstjórn Reykjavíkur í gær kynnti Stefán Jón Hafstein tillögu um vegtengingu yfir Skerjafjörð en hann vill að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman í einni skipulagsheild. Hugmynd um Skerjafjarðarbrú kom reyndar einnig fram í skipulagssamkeppni fyrir þrettán árum en höfundar hennar lögðu jafnframt til að Stjórnarráð Íslands yrði byggt upp á Bessastaðanesi. Bæjarstjóri Álftaness bendir hins vegar á að við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis fyrir þremur árum hafi Skerjafjarðarbraut verið hafnað. Þá hafi niðurstaðan verið sú að brautin yrði ekki hagkvæm fyrr en hún væri komin upp undir Kársnes í Kópavogi og suður undir Engidal í Hafnarfirði. Hugmyndir hafa verið nefndar um sameiningu Álftaness við Reykjavík en bæjarstjórinn segir það skýran vilja íbúanna að vera áfram í sjálfstæðu sveitarfélagi. Þeir kæri sig heldur ekki um stórfellda byggð. Núverandi stefna er að byggðin skuli vera dreifð og fólki líða vel í sveitamenningu að sögn Gunnars bæjarstjóra. Hann segist þó ekki vita hvort sú stefna sé til eilífðar. Hann telur raunar meinbugi á mikilli aukningu byggðar, einkum með hliðsjón af því að nesið sé láglent, hæsti punktur aðeins um 7-8 metra yfir sjó, og spáð er hækkun sjávar á næstu hundrað árum Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfnuðu tengingu miðborgar Reykjavíkur og Álftaness með Skerjafjarðarbraut fyrir þremur árum þar sem hún var talin óhagkvæm. Menn hafa áður litið til Álftaness við lausn á skipulagsmálum Reykjavíkur. Ekki eru nema tveir kílómetrar úr Vatnsmýrinni yfir á Bessastaðanes sem er enn óbyggt og hefur verið nefnt sem mögulegt flugvallarstæði. Reyndar var lengi vel bannað að byggja á Álftanesi, þar sem byggðin er nú, þar sem svæðið var frátekið undir millilandaflugvöll allt til ársins 1973. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar, bæjarstjóra Álftaness, segir sagan að eftir það hafi byggðin þróast þannig að þáverandi íbúar nessins hafi einfaldlega byggt ofan í gömlu flugvallarstæðin svo hugmyndin kæmi ekki upp. Hann furðar sig því á því að Reykvíkingar nálgist nú Álftanes á þennan hátt. Í borgarstjórn Reykjavíkur í gær kynnti Stefán Jón Hafstein tillögu um vegtengingu yfir Skerjafjörð en hann vill að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman í einni skipulagsheild. Hugmynd um Skerjafjarðarbrú kom reyndar einnig fram í skipulagssamkeppni fyrir þrettán árum en höfundar hennar lögðu jafnframt til að Stjórnarráð Íslands yrði byggt upp á Bessastaðanesi. Bæjarstjóri Álftaness bendir hins vegar á að við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðis fyrir þremur árum hafi Skerjafjarðarbraut verið hafnað. Þá hafi niðurstaðan verið sú að brautin yrði ekki hagkvæm fyrr en hún væri komin upp undir Kársnes í Kópavogi og suður undir Engidal í Hafnarfirði. Hugmyndir hafa verið nefndar um sameiningu Álftaness við Reykjavík en bæjarstjórinn segir það skýran vilja íbúanna að vera áfram í sjálfstæðu sveitarfélagi. Þeir kæri sig heldur ekki um stórfellda byggð. Núverandi stefna er að byggðin skuli vera dreifð og fólki líða vel í sveitamenningu að sögn Gunnars bæjarstjóra. Hann segist þó ekki vita hvort sú stefna sé til eilífðar. Hann telur raunar meinbugi á mikilli aukningu byggðar, einkum með hliðsjón af því að nesið sé láglent, hæsti punktur aðeins um 7-8 metra yfir sjó, og spáð er hækkun sjávar á næstu hundrað árum
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent