Átökin halda áfram 11. júní 2005 00:01 Erfitt er að fullyrða um hvort sala Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka til Burðaráss breyti valdahlutföllum í bankanum. Einhverra breytingar er því að vænta á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja aðilar tengdir Straumi sig hafa yfir 40 prósenta hlut í bankanum og ætla að láta til skarar skríða innan skamms. Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Karl Wernersson höfðu hug á að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar í Íslandsbanka. Hún ákvað þó að selja Burðarási hlutinn þegar hún frétti af samstarfi þessara þriggja aðila. Tvennum sögum fer af því hvort aðilar tengdir Landsbankanum hafi vitað af þessu samstarfi. Bæði Baugur og Hannes Smárason eru nú þegar hluthafar í bankanum. Hannes keypti fyrir nokkru hlut fyrir um þrjá milljarða í bankanum og í vor keypti Baugur hlut fyrir um milljarð. Samtals er hlutur þeirra og Karls Wernerssonar því um fimmtán prósent. Athygli vekur að samkvæmt Morgunblaðinu vildi Straumur selja Karli, Jóni Ásgeiri og Hannesi, en hingað til hefur Straumur verið hliðhollari Landsbankanum og félögum tengdum þeim. Gæti þetta orðið til þess að styrkja meirihlutann í hluthafahópi Íslandsbanka. Karl á eins og kunnugt er Sjóvá, sem Straumur hefur mikinn áhuga á að eignast. Sala á Sjóvá til Straums myndi því liðka fyrir því að Straumur selji Karli og tengdum aðilum hlut sinn í Íslandsbanka. Virði hlutar Straums er rúmlega 30 milljarðar króna. Ljóst er að framvinda mála ræðst af því hvað Straumur gerir við tæplega 20 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Ef skoðaður er hluthafalisti Íslandsbanka sést að vafaatkvæði eru mörg en eignaraðild að bankanum er mjög dreifð. Ef til kosninga kæmi á stjórnarfundi væri erfitt að segja til um úrslitin. Að undanförnu hafa stjórnir bankans verið sjálfskipaðar en nokkur átök hafa verið fyrir fundina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Erfitt er að fullyrða um hvort sala Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka til Burðaráss breyti valdahlutföllum í bankanum. Einhverra breytingar er því að vænta á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja aðilar tengdir Straumi sig hafa yfir 40 prósenta hlut í bankanum og ætla að láta til skarar skríða innan skamms. Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Karl Wernersson höfðu hug á að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar í Íslandsbanka. Hún ákvað þó að selja Burðarási hlutinn þegar hún frétti af samstarfi þessara þriggja aðila. Tvennum sögum fer af því hvort aðilar tengdir Landsbankanum hafi vitað af þessu samstarfi. Bæði Baugur og Hannes Smárason eru nú þegar hluthafar í bankanum. Hannes keypti fyrir nokkru hlut fyrir um þrjá milljarða í bankanum og í vor keypti Baugur hlut fyrir um milljarð. Samtals er hlutur þeirra og Karls Wernerssonar því um fimmtán prósent. Athygli vekur að samkvæmt Morgunblaðinu vildi Straumur selja Karli, Jóni Ásgeiri og Hannesi, en hingað til hefur Straumur verið hliðhollari Landsbankanum og félögum tengdum þeim. Gæti þetta orðið til þess að styrkja meirihlutann í hluthafahópi Íslandsbanka. Karl á eins og kunnugt er Sjóvá, sem Straumur hefur mikinn áhuga á að eignast. Sala á Sjóvá til Straums myndi því liðka fyrir því að Straumur selji Karli og tengdum aðilum hlut sinn í Íslandsbanka. Virði hlutar Straums er rúmlega 30 milljarðar króna. Ljóst er að framvinda mála ræðst af því hvað Straumur gerir við tæplega 20 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Ef skoðaður er hluthafalisti Íslandsbanka sést að vafaatkvæði eru mörg en eignaraðild að bankanum er mjög dreifð. Ef til kosninga kæmi á stjórnarfundi væri erfitt að segja til um úrslitin. Að undanförnu hafa stjórnir bankans verið sjálfskipaðar en nokkur átök hafa verið fyrir fundina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira