San Antonio 2 - Detroit 1 15. júní 2005 00:01 Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig. NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig.
NBA Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira