Handbolti

KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK

Ágúst Orri Arnarson skrifar
KA sótti sigur gegn HK í kvöld en myndin er úr leik liðanna í fyrra.
KA sótti sigur gegn HK í kvöld en myndin er úr leik liðanna í fyrra. vísir / vilhelm

HK tapaði 27-31 gegn KA og er enn stigalaust eftir fjórar umferðir í Olís deild karla.

Hart var barist í Kórnum í kvöld enda bæði lið ósátt við sitt gengi í upphafi tímabils.

Gestirnir frá Akureyri leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 9-14, en heimamönnum HK tókst að jafna þegar rétt rúmar tíu mínútur voru eftir, 22-22.

Þá var orkan hins vegar á þrotum hjá HK en KA brunaði fram úr og vann að endingu 27-31.

KA gat því tekið gleði sína á ný eftir tap í síðustu tveimur umferðum en HK hefur ekki enn fengið stig úr fyrstu fjórum leikjunum.

Ágúst Guðmundsson var markahæstur hjá HK í kvöld með átta mörk, líkt og Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem var markahæstur hjá KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×