Staða bankanna sé traust 15. júní 2005 00:01 Seðlabankastjóri gefur ekki mikið fyrir niðurstöður norsks prófessors um að íslenska bankakerfið geti hrunið eins og spilaborg. Prófessorinn kannaði stöðu íslenskra banka fyrir norska fjármálaeftirlitið. Skýrslan er unnin af Thore Johnsen, prófessor við norska viðskiptaháskólann, þar sem hann skoðaði íslenska banka í kjölfar yfirtöku Íslandsbanka á BN banka í Noregi. Í skýrslunni varar prófessorinn við miklum vexti bankanna. Hann segir þá geta hrunið eins og spilaborgir ef harðnar á dalnum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er ekki sammála skýrsluhöfundi. Hann segir þetta gamla skýrslu sem dúkki allt í einu upp í fjölmiðlum nú en ýmislegt hafi gerst síðan hún var samin. Í fyrsta lagi hafi norska fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið þar í landi samþykkt kaup Íslandsbanka á BN bank en það hafi einmitt verið tilefni skýrslunnar. Í apríl kom út skýrsla um fjármál og stöðugleika á vegum Seðlabankans þar sem fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust. Birgir Ísleifur bendir á í þriðja lagi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi verið að skila í þessari viku greinargerð þar sem meðal annars hafi verið fjallað um íslenska banka og fjármálastofnanir. Niðurstaða hans sé að efnahagur þeirra sé traustur. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, telur íslenska banka standa traustum fótum. Hann segir útrás þeirra nauðsynlega og gera viðskiptalífinu gott. Ef prófessorinn eigi við að íslenskir bankar eigi of mikið af hlutabréfum þá hafi það sýnt sig að í samanburði við erlenda banka eigi íslenku bankarnir lítið af hlutabréfum. Af eignum þeirra, sem séu upp á 340 milljarða, þá séu rétt um 15 prósent í hlutabréfum. Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Seðlabankastjóri gefur ekki mikið fyrir niðurstöður norsks prófessors um að íslenska bankakerfið geti hrunið eins og spilaborg. Prófessorinn kannaði stöðu íslenskra banka fyrir norska fjármálaeftirlitið. Skýrslan er unnin af Thore Johnsen, prófessor við norska viðskiptaháskólann, þar sem hann skoðaði íslenska banka í kjölfar yfirtöku Íslandsbanka á BN banka í Noregi. Í skýrslunni varar prófessorinn við miklum vexti bankanna. Hann segir þá geta hrunið eins og spilaborgir ef harðnar á dalnum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er ekki sammála skýrsluhöfundi. Hann segir þetta gamla skýrslu sem dúkki allt í einu upp í fjölmiðlum nú en ýmislegt hafi gerst síðan hún var samin. Í fyrsta lagi hafi norska fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið þar í landi samþykkt kaup Íslandsbanka á BN bank en það hafi einmitt verið tilefni skýrslunnar. Í apríl kom út skýrsla um fjármál og stöðugleika á vegum Seðlabankans þar sem fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust. Birgir Ísleifur bendir á í þriðja lagi að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi verið að skila í þessari viku greinargerð þar sem meðal annars hafi verið fjallað um íslenska banka og fjármálastofnanir. Niðurstaða hans sé að efnahagur þeirra sé traustur. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar, telur íslenska banka standa traustum fótum. Hann segir útrás þeirra nauðsynlega og gera viðskiptalífinu gott. Ef prófessorinn eigi við að íslenskir bankar eigi of mikið af hlutabréfum þá hafi það sýnt sig að í samanburði við erlenda banka eigi íslenku bankarnir lítið af hlutabréfum. Af eignum þeirra, sem séu upp á 340 milljarða, þá séu rétt um 15 prósent í hlutabréfum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira