Hætt við spillingu í lóðaúthlutun? 19. júní 2005 00:01 Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Síðustu lóðum Kópavogsbæjar við Elliðavatn verður úthlutað í sumar. Í Kópavogi er hvorki lóðaútboð né lotterí, heldur úthlutar bæjarráð lóðunum. Formaður skipulagsnefndar segir þetta fyrirkomulag ekki þurfa að bjóða upp á spillingu - flestir sem vilji byggja í Kópavogi fái á endanum lóð. Undanfarið ár hefur næstum verið slegist um hverja einustu lóð á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis bárust tæplega 5700 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir við Lambasel í Reykjavík í vor. Nú geta þeir sem áhuga hafa sótt um lóðir í svokölluðum Þingum við Elliðavatn en það eru síðustu lóðirnar á svæðinu. 250 lóðir eru í boði, flestar undir sérbýli, og kosta þær fimm til níu milljónir króna eftir stærð. Aðspurður á hvaða forsendum bæjarráð úthluti lóðunum segir Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar, að farið sé eftir reglum sem samþykktar hafi verið í ráðinu árið 2002. Hann kveðst ekki kunna þær nákvæmlega en minnir að þær séu í tíu liðum. Fyrsta atriðið fjallar um að fólk hafi fjármagnslegt bolmagn til kaupanna að sögn Gunnsteins. Hann segir íbúaskilyrði hins vegar ekki felast í reglunum eins og sums staðar annars staðar því ráðið telji að það standist ekki. Ráðið reynir líka að úthluta lóðunum til þeirra sem ætli að búa á staðnum. Gamlir Kópavogsbúar ganga sem sagt ekki fyrir og það má ekki framselja lóðirnar. En ef þúsundir umsókna berast, býður þetta kerfi ekki upp á vangaveltur um spillingu, að það skipti máli að maður þekki mann sem situr í bæjarráði? Gunnsteinn svarar því til að yfirleitt hafi verið nokkuð góð samstaða um þessi mál í ráðinu. „Embættismennirnir okkar vinna þetta í hendurnar á þeim sem eru í bæjarráði og þeir eru náttúrlega gríðarlega þjálfaðir í þessu vegna þess að hér hefur verið mjög mikil uppbygging á undanförnum árum,“ segir Gunnsteinn. Gunnsteinn segir ekki hafa verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi - þeir sem vilji byggja í Kópavogi fái yfirleitt lóð, kannski ekki í fyrstu úthlutun en þá í þeirri næstu. Það gæti þó reynst erfiðara nú, enda lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu afar takmarkað.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent