Bankarán um glaðbjartan dag 23. júní 2005 00:01 Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira