Bankarán um glaðbjartan dag 23. júní 2005 00:01 Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira