Stefnir Landsbankanum og ríkinu 29. júní 2005 00:01 Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aðalkrafa Lífeyrissjóðs bankamanna sú að Landsbankinn ábyrgist auknar lífeyrisskuldbindingar samfara verulegum launahækkunum í bankanum með svokallaðri bakábyrgð. Slík ábyrgð var fyrir hendi til ársins 1997 þegar stjórnvöld breyttu bankanum í hlutafélag og telur lífeyrissjóðurinn að sú ábyrgð sé enn í gildi. Til vara krefst Lífeyrissjóður bankamanna 2,6 milljarða króna skaðabótagreiðslu til þess að mæta auknum þunga lífeyrisgreiðslna. Vandi Lífeyrissjóðs bankamanna var ræddur á aðalfundi hans í apríl síðastliðnum, en þá stóðu vonir til þess að viðræður við forsvarsmenn Landsbankans skiluðu árangri. Af því hefur ekki orðið og af þeim sökum stefnir sjóðurinn bankanum nú. Vandi lífeyrissjóðsins felst einkum í því að laun bankamanna hafa hækkað verulega eftir að ríkisbankarnir voru einkavæddir. Lífeyrisskuldbindingar í hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna miðast við þau laun sem bankamaður hefur við starfslok. Iðgjaldagreiðslur Landsbankans og starfsmanna frá fyrri tíð hrökkva því hvergi nærri fyrir lífeyrisgreiðslum sem taka mið af mun hærri launum en ráð var fyrir gert í útreikningum 1997 og 1998. Landsbankanum er stefnt þar sem um 75 prósent umræddra skuldbindinga snerta bankann og starfsmenn hans fyrr og nú. Fullyrt er að tapi Lífeyrissjóður bankamanna málinu fyrir dómstólum eigi sjóðurinn ekki annan kost en að skerða lífreyrisgreiðslur til sjóðsfélaga. Tapi Landbankinn málinu má hins vegar búast við því að Samson og aðrir eigendur bankans telji sig hafa greitt of hátt verð fyrir bankann og krefjist milljarða króna endurgreiðslu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aðalkrafa Lífeyrissjóðs bankamanna sú að Landsbankinn ábyrgist auknar lífeyrisskuldbindingar samfara verulegum launahækkunum í bankanum með svokallaðri bakábyrgð. Slík ábyrgð var fyrir hendi til ársins 1997 þegar stjórnvöld breyttu bankanum í hlutafélag og telur lífeyrissjóðurinn að sú ábyrgð sé enn í gildi. Til vara krefst Lífeyrissjóður bankamanna 2,6 milljarða króna skaðabótagreiðslu til þess að mæta auknum þunga lífeyrisgreiðslna. Vandi Lífeyrissjóðs bankamanna var ræddur á aðalfundi hans í apríl síðastliðnum, en þá stóðu vonir til þess að viðræður við forsvarsmenn Landsbankans skiluðu árangri. Af því hefur ekki orðið og af þeim sökum stefnir sjóðurinn bankanum nú. Vandi lífeyrissjóðsins felst einkum í því að laun bankamanna hafa hækkað verulega eftir að ríkisbankarnir voru einkavæddir. Lífeyrisskuldbindingar í hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna miðast við þau laun sem bankamaður hefur við starfslok. Iðgjaldagreiðslur Landsbankans og starfsmanna frá fyrri tíð hrökkva því hvergi nærri fyrir lífeyrisgreiðslum sem taka mið af mun hærri launum en ráð var fyrir gert í útreikningum 1997 og 1998. Landsbankanum er stefnt þar sem um 75 prósent umræddra skuldbindinga snerta bankann og starfsmenn hans fyrr og nú. Fullyrt er að tapi Lífeyrissjóður bankamanna málinu fyrir dómstólum eigi sjóðurinn ekki annan kost en að skerða lífreyrisgreiðslur til sjóðsfélaga. Tapi Landbankinn málinu má hins vegar búast við því að Samson og aðrir eigendur bankans telji sig hafa greitt of hátt verð fyrir bankann og krefjist milljarða króna endurgreiðslu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira