Glannaskapur í rekstri FL Group 1. júlí 2005 00:01 Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið. Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið.
Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira