Engin stórviðskipti í hálft ár 10. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent