Fjárfestar draga sig í hlé 13. júlí 2005 00:01 Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið. Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Af þeim tólf fjárfestahópum, sem hugðu á kaup á Símanum, eru sex sagðir hafa heltst úr lestinni. Einkavæðingarnefnd fékk upplýsingar um endanlega samsetningu hópanna í dag, en mun sitja á þeim þar til tilboðin verða opnuð í lok þessa mánaðar. Tólf hópar fjárfesta komust í gegnum nálarauga einkavæðinganefndar sem tilvonandi eigendur Símans. Í þeim hópi voru fleiri erlendir fjárfestar en íslenskir en þeir erlendu virðast nú vera að týnast út. Sá frestur sem hóparnir fengu til að skýra frá því hvernig þeir yrðu samsettir rann út í dag og samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafa sex hópar, sem eingöngu voru skipaðir erlendum fjárfestum, fallið frá áformum sínum um að eignast fyrirtækið. Þeir fulltrúar einkavæðinganefndar, sem fréttastofa ræddi við í dag, vildu ekki staðfesta þetta. Formaður nefndarinnar sagði að engar upplýsingar yrðu gefnar um fjárfestana fyrr en tilboð yrðu opnuð enda gæti farið svo að einhverjir þeirra sem skiluðu inn upplýsingum í dag taki ekki þátt í útboðinu. Fækkun í bjóðendahópnum kemur ekki mjög á óvart. Sex hópar af tólf voru með svokölluð fjörutíu og fimm prósenta tilboð og ljóst var að þeir yrðu að sameinast til að uppfylla skilyrði nefndarinnar. Líklegt má telja að eftir daginn standi Fjárfestahópurinn sem samdi við Almenning eftir, en í honum eru Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðin, Ólafur Jóhann Ólafsson og Talsímafélagið. Fjárfestahópur Atorku og nokkurra einstaklinga. Fjárfestahópur sem í er Exista sem áður hét Meiður og er meðal annars í eigu bræðranna í Bakkavör, Kaupþing, nokkrir lífeyrissjóðir og fleiri. Hópur sem er skipaðu Fjárfestingafélaginu Straumi og Cinven Limited. Hópur sem samanstendur af Hellman og Friedman Europe og fleiri aðilum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, þar á meðal nokkurra kvenna úr íslensku atvinnulífi. Og hópur fjárfesta sem samanstendur af íslenskum og bandarískum fjárfestum, þeirra á meðal, Ripplewood, Mid Ocean og Íslandsbanka. Þann 28.júlí kemur væntanlega í ljós hvort erlendir fjárfestar hafi sameinast einhverjum þessara hópa eða hver öðrum. Þá verða kauptilboð opnuð og Síminn sleginn hæstbjóðanda í kjölfarið.
Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira