Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti 13. júlí 2005 00:01 Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu. Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira