Borgin selur hlut í Vélamiðstöð 22. júlí 2005 00:01 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Vélamiðstöðin var gerð að einkahlutafélagi í eigu borgarsjóðs og Orkuveitunnar fyrir þremur árum. Hún hefur yfir að ráða meginþorra allra bíla sem Orkuveitan og borgarstofnanir nota og má þar nefna körfu-, sorp- og vinnuflokksbíla. Miðstöðin leigir meðal annars út alla sorphirðubíla í Reykjavík sem og bíla til Orkuveitu Reykjavíkur og er nokkurs konar bílaleiga fyrir borgina. Þá er mokstur og hálkuvarnir meðal annars í hennar höndum. Hersir Oddsson, framkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, segist halda að best sé fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess að vera áfram í þeim traustu höndum sem það er í í dag en þó megi sjá þessar samningaviðræður sem spennandi tækifæri. Íslenska gámafélagið bauð 735 miljónir króna í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni en gámafélagið tengist Njarðtaki ehf. í Reykjanesbæ, og er stærsti einstaki hluthafi Íslenska gámafélagsins Ólafur Thordersen er framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Jón Þ.Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins, segir að ef kaupin ganga upp muni þau líklega ekki hafa áhrif á þá 40 starfsmenn sem vinna hjá Vélamiðstöðinni í dag. Hann segist sjá fram á gífurleg samlegðaráhrif með kaupunum, meðal annars varðandi bílarekstur og viðhald véla og bíla. Hann segir þó of snemmt að segja til um breytingar á rekstri miðstöðvarinnar en hann býst þó ekki við neinum breytingum þar sem samningaviðræður eru enn á byrjunarstigi. Aðspurður um samkeppnina sem eftir er segir hann hana næga og nefnir máli sínu til stuðnings Gámaþjónustuna og ýmis önnur verktakafyrirtæki. Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Vélamiðstöðin var gerð að einkahlutafélagi í eigu borgarsjóðs og Orkuveitunnar fyrir þremur árum. Hún hefur yfir að ráða meginþorra allra bíla sem Orkuveitan og borgarstofnanir nota og má þar nefna körfu-, sorp- og vinnuflokksbíla. Miðstöðin leigir meðal annars út alla sorphirðubíla í Reykjavík sem og bíla til Orkuveitu Reykjavíkur og er nokkurs konar bílaleiga fyrir borgina. Þá er mokstur og hálkuvarnir meðal annars í hennar höndum. Hersir Oddsson, framkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, segist halda að best sé fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess að vera áfram í þeim traustu höndum sem það er í í dag en þó megi sjá þessar samningaviðræður sem spennandi tækifæri. Íslenska gámafélagið bauð 735 miljónir króna í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni en gámafélagið tengist Njarðtaki ehf. í Reykjanesbæ, og er stærsti einstaki hluthafi Íslenska gámafélagsins Ólafur Thordersen er framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Jón Þ.Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins, segir að ef kaupin ganga upp muni þau líklega ekki hafa áhrif á þá 40 starfsmenn sem vinna hjá Vélamiðstöðinni í dag. Hann segist sjá fram á gífurleg samlegðaráhrif með kaupunum, meðal annars varðandi bílarekstur og viðhald véla og bíla. Hann segir þó of snemmt að segja til um breytingar á rekstri miðstöðvarinnar en hann býst þó ekki við neinum breytingum þar sem samningaviðræður eru enn á byrjunarstigi. Aðspurður um samkeppnina sem eftir er segir hann hana næga og nefnir máli sínu til stuðnings Gámaþjónustuna og ýmis önnur verktakafyrirtæki.
Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira