Skipta Burðarási á milli sín 1. ágúst 2005 00:01 Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Eignum Burðaráss verður skipt á milli Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka . Unnið var að útfærslu á skiptingunni um helgina og var tillaga um þetta efni lögð fyrir stjórnir félaganna í gærkvöld. Burðarás verður því ekki rekinn áfram í óbreyttri mynd heldur yfirtekur Straumur félagið sem var upphaflega stofnað í janúar 1914. Burðarás er í eigu nítján þúsund hluthafa og skráð í Kauphöll Íslands. Björgólfsfeðgar, sem jafnframt eru ráðandi hluthafar í Landsbankanum, ráða yfir langstærstum hluta í félaginu. Við lok viðskipta í Kauphöllinni á föstudag var markaðsvirði Burðaráss rúmlega 88 milljarðar króna. Þeim milljörðum verður skipt á milli Landsbankans og Straums, en Straumur mun fá meira úr eignasafni Burðaráss samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Er 7,7 prósenta hlutur í Íslandsbanka þar á meðal. Eftir viðskiptin mun Straumur því vera skráður fyrir 28,8 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka. Samkvæmt ársreikningi 2004 var eigið fé Burðaráss um síðustu áramót rúmir 45,5 milljarðar króna. Heildarhagnaður í fyrra var 9,3 milljarðar króna en 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Stærsti hluti hagnaðarins er til kominn vegna sölu Burðaráss á hlut sínum í Eimskip í lok maí fyrir tæpa 22 milljarða króna. Aðrar eignir félagsins eru í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie, getrauna- og leikjafyrirtækinu Cherryföretagen, Icelandic Group, Marel, Avion Group og TM Software svo einhverjar séu nefndar. Eins og greint var frá í Markaðinum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, í síðustu viku hafa frekari kaup eða yfirtaka á sænska fjárfestingabankanum Carnegie verið undirbúin innan Landsbankans. Burðarás á nú þegar rúm tuttugu prósent í sænska bankanum. Ekki er ólíklegt að þessi uppskipting Burðaráss sé liður í því ferli um leið og fjárhagur Landsbankans styrkist í kjölfar viðskiptanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira