Ég, Davíð og Austurríki 14. september 2005 00:01 Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu Spákaupmaðurinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Þeir sem halda að það sé sældarlíf að eiga fullt af peningum sem maður ávaxtar vel með áhættusömum fjárfestingum ættu bara að fara í fötin mín eina viku eins og þá síðustu. Vikan hófst eins og venjuleg vika hjá mér þar sem ég sest við tölvuna þegar markaðirnir opna um tíuleytið með cappuchino úr ítölsku espressóvélinni minni. Þetta leit allt saman vel út. Markaðurinn á fleygiferð og framvirku samningarnir á móti erlendu lánunum bara að gefa vel af sér. Ég hugsaði með mér að Austurríki ætti fullt erindi á ferðalistann minn eftir að hafa gefið mér svona mikið með skuldabréfaútgáfunni. Vín er víst frábær borg, háborg tónlistarinnar. Því að eiga mikla peninga fylgir auðvitað að maður reynir að þroska með sér góðan smekk. Maður hefur því verið að reyna að þroska tónilstarsmekkinn með því að hlusta á Mozart og Beethoven og þessa kalla sem voru með annan fótinn í Austurríki af því að þangað fóru þeir bestu. Nema hvað, ríkið spilar út Símapeningunum, Davíð hættir og Seðlabankinn ákveður að fara að kaupa gjaldeyri og vinna þannig gegn uppbyggingarstarfi Austurríkis. Svo bætist við meiri verðbólga en búist var við og hlutabréfin lækka. Allur hagnaðurinn frá því vikuna á undan farinn. Maður er eðlilega ekkert kátur með þetta. Mér líst hins vegar vel á að fá Davíð í bankann. Ég hef talsverða vantrú á hagfræðingum og finnst betra að í stólnum sé maður sem er sjóaður í stjórnmálum og skilur að það er engin ástæða til að vera að hafa áhyggjur af einhverju sem mun hvort eð er ekki gerast fyrr en eftir langan tíma. Mér hlýnaði líka um hjartaræturnar þegar Samson keypti í Landsbankanum um leið og hann lækkaði. Þeir gerðu þetta líka í fyrra þegar bankinn lækkaði. Þá hikaði ég ekki við að taka stóra stöðu í bankanum eins og Sindri Sindra og sé ekki eftir því. Ég bætti aðeins við mig núna og bíð svo bara eftir því að Austurríki haldi áfram að styðja við þá viðleitni mína að skapa verðmæti. spákaupmaðurinn á horninu
Spákaupmaðurinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira