
Viðskipti innlent
Kaupa finnskt matvælafyrirtæki
Íslenska matvælafyrirtækið Fram Foods hefur keypt finnska matvælafyrirtækið Boyfood sem sérhæfir sig í fullvinnslu og sölu á síld. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Finnlandi en Finnar neyta mikillar síldar. Fram Food rekur þar með fyrirtæki í sex löndum: Íslandi, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð og í Chile. Kaupþing Banki annaðist fjármögnun viðskiptanna en kaupverðið er ekki gefið upp.