Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi 20. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira