Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi 30. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi. Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira