S-hópurinn með vænlegasta tilboðið 7. október 2005 00:01 Helstu rökin fyrir vali HSBC á S-hópnum sem álitlegasta fjárfestinum vegna Búnaðarbankans var aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestingabanka að fjárfestahópnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið afhenta í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. HSBC er alþjóðlegur fjárfestingabanki sem veitti framkvæmdanefnd um einkavæðingu ráðgjöf vegna einkavæðingar ríkisbankanna 2002. Skýrslan hefur að geyma mat HSBC á fjárfestunum tveimur sem voru valdir úr hópi áhugasamra um kaup á Búnaðarbankanum, S-hópnum og Kaldbaki. Þar kemur einnig fram að bankastjórn Búnaðarbankans hafði áhyggjur af pólitískum tengslum S-hópsins og varaði við hugsanlegum afleiðingum þess fyrir bankann. Bankastjórnin óttaðist að pólitísk tengsl S-hópsins gæti fælt frá viðskiptavini bankans og dregið úr nýjum viðskiptum. S-hópurinn ætlaði sér í samstarf með VÍS og sá fyrir sér samvinnu eða samruna við aðrar fjármálastofnanir, þótt það væri ekki tilgreint nánar. HSBC notaði reiknilíkan til að leggja mat á fjóra þætti í tilboðum bjóðendanna: Fjárhagsstaða fjárfestis, framtíðaráform um rekstur bankans, hugmyndir um staðgreiðsluverð, þekking og -reynsla fjárfestis á fjármálamarkaði. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Landsbankans var einn þáttur hafður til viðbótar, skilyrði af hálfu kaupenda. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Búnaðarbankans var tilboð S-hópsins metið á bilinu 66 til 74. Ástæðan fyrir bilinu var óvissan um hvort franski alþjóðafjárfestingabankinn Societe Generale eða viðlíka alþjóðlegur fjárfestir tæki þátt í fjárfestingunni. Tilboð Kaldbaks var metið á 64 og því hefði tilboð S-hópsins verið metið sem vænlegra en Kaldbaks, með eða án alþjóðlegs fjárfestis. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Helstu rökin fyrir vali HSBC á S-hópnum sem álitlegasta fjárfestinum vegna Búnaðarbankans var aðkoma Societe Generale eða álíka alþjóðlegs fjárfestingabanka að fjárfestahópnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Fréttablaðið hefur fengið afhenta í kjölfar ákvörðunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. HSBC er alþjóðlegur fjárfestingabanki sem veitti framkvæmdanefnd um einkavæðingu ráðgjöf vegna einkavæðingar ríkisbankanna 2002. Skýrslan hefur að geyma mat HSBC á fjárfestunum tveimur sem voru valdir úr hópi áhugasamra um kaup á Búnaðarbankanum, S-hópnum og Kaldbaki. Þar kemur einnig fram að bankastjórn Búnaðarbankans hafði áhyggjur af pólitískum tengslum S-hópsins og varaði við hugsanlegum afleiðingum þess fyrir bankann. Bankastjórnin óttaðist að pólitísk tengsl S-hópsins gæti fælt frá viðskiptavini bankans og dregið úr nýjum viðskiptum. S-hópurinn ætlaði sér í samstarf með VÍS og sá fyrir sér samvinnu eða samruna við aðrar fjármálastofnanir, þótt það væri ekki tilgreint nánar. HSBC notaði reiknilíkan til að leggja mat á fjóra þætti í tilboðum bjóðendanna: Fjárhagsstaða fjárfestis, framtíðaráform um rekstur bankans, hugmyndir um staðgreiðsluverð, þekking og -reynsla fjárfestis á fjármálamarkaði. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Landsbankans var einn þáttur hafður til viðbótar, skilyrði af hálfu kaupenda. Í reiknilíkani HSBC vegna sölu Búnaðarbankans var tilboð S-hópsins metið á bilinu 66 til 74. Ástæðan fyrir bilinu var óvissan um hvort franski alþjóðafjárfestingabankinn Societe Generale eða viðlíka alþjóðlegur fjárfestir tæki þátt í fjárfestingunni. Tilboð Kaldbaks var metið á 64 og því hefði tilboð S-hópsins verið metið sem vænlegra en Kaldbaks, með eða án alþjóðlegs fjárfestis.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira