
Sport
Castillo var of þungur

Mexíkóski boxarinn Jose Luis Castillo mun ekki geta endurheimt WBC léttvigtartitil sinn í hnefaleikum, eftir að honum mistókst að ná réttri þyngd fyrir bardagann við Diego Corrales. Castillo þurfti að skera sig niður í 135 pund svo að kapparnir gætu barist öðru sinni, en fyrri viðureign þeirra var ein sú skemmtilegasta og dramatískasta í hnefaleikaheiminum á síðustu árum. Hann náði þó aðeins að skera sig niður í 137 pund, þannig að ljóst er að þó viðureign þeirra félaga fari fram - verður hún ekki um WBC beltið eins og til stóð.