200 milljónir fram úr heimildum 20. október 2005 00:01 „Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
„Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira