Þýski knattspyrnumaðurinn Michael Ballack brást reiður við þegar fjölmiðlar í Þýskalandi héldu því fram að ástæða þess að hann vildi ekki undirrita áframhaldandi samning við Bayern væri hrein og klár peningagræðgi.
"Það er skammarlegt að halda svona löguðu fram og þetta er á engum rökum reist," sagði Ballack við þýska liðið Kicker. "Ég er bara að reyna að skoða alla mögulega kosti og það er spennandi tilhugsun að reyna fyrir sér erlendis. Það er orðið langt síðan þýskur útileikmaður hefur spilað hjá toppliði í Evrópu," sagði Ballack.