Kögun hf. hefur eignast til viðbótar fyrri eign 18,8 milljónir hluta í norska félaginu Hands ASA og á því 107,7 milljónir hluta samtals. Kögun hf. hefur eftir þetta yfirráð yfir 90 prósentum hlutafjár í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kögun í dag.
Samkvæmt norskum hlutafélagalögum hefur Kögun nú heimild til að innkalla alla útistandandi hluti í Hands ASA og hefur stjórn Kögunar hf. ákveðið að nýta sér þá heimild hið fyrsta.