Vill þingfund fyrir áramót 29. desember 2005 13:21 Vinstri-grænir vilja kalla þing saman fyrir áramót. Formaður Samfylkingarinnar telur enn tíma til þess. MYND/Vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs komu saman til fundar í morgun til að ræða niðurstöðu kjaradóms um laun þingmanna og ráðherra og störf nefndar sem forsætisráðherra hyggst skipa til að fara yfir stöðuna. "Við erum tilbúin að setja fulltrúa í nefnd til að endurskoða lögin um kjaradóm og kjaranefnd, að því undangengnu að Alþingi komi saman og fresti gildistöku úrskurðarins. Það getur þingið gert með því að koma saman á morgun eða þess vegna gamlársdag," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar klukkan eitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir afstöðu flokksins til nefndarskipunar ráðast þar. Hún segir málið orðið óttalegt klúður og segir að það hefði verið hyggilegra af forsætisráðherra að fara að tilmælum stjórnarandstöðunnar og kalla þing saman heldur en að spila biðleik með því að leita til kjaradóms á ný. Þess vegna hafi dýrmætur tími tapast. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru reiðubúnir að ræða þær forsendur sem kjaradómur á að dæma eftir en líst lítið á að finna annað form til að ákvarða laun þingmanna. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir erfitt að ímynda sér hvað ætti að koma í staðinn og segist hafa sérstaklega lítinn áhuga á því að þingmenn lendi aftur í því að ákvarða laun sín eins og var fyrir tíð kjaradóms. Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs komu saman til fundar í morgun til að ræða niðurstöðu kjaradóms um laun þingmanna og ráðherra og störf nefndar sem forsætisráðherra hyggst skipa til að fara yfir stöðuna. "Við erum tilbúin að setja fulltrúa í nefnd til að endurskoða lögin um kjaradóm og kjaranefnd, að því undangengnu að Alþingi komi saman og fresti gildistöku úrskurðarins. Það getur þingið gert með því að koma saman á morgun eða þess vegna gamlársdag," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar klukkan eitt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir afstöðu flokksins til nefndarskipunar ráðast þar. Hún segir málið orðið óttalegt klúður og segir að það hefði verið hyggilegra af forsætisráðherra að fara að tilmælum stjórnarandstöðunnar og kalla þing saman heldur en að spila biðleik með því að leita til kjaradóms á ný. Þess vegna hafi dýrmætur tími tapast. Þingmenn Frjálslynda flokksins eru reiðubúnir að ræða þær forsendur sem kjaradómur á að dæma eftir en líst lítið á að finna annað form til að ákvarða laun þingmanna. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, segir erfitt að ímynda sér hvað ætti að koma í staðinn og segist hafa sérstaklega lítinn áhuga á því að þingmenn lendi aftur í því að ákvarða laun sín eins og var fyrir tíð kjaradóms.
Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira