Gunnar snýr aftur 6. janúar 2006 00:01 Endurvakinn áhugi á ævi og verkum Gunnars Gunnarssonar, sem birtist í ýmsum myndum um þessar mundir, er til marks um að góð skáld gleymast ekki þó að þau verði að þola tímabundið fálæti og jafnvel þögn um árabil. Gunnar Gunnarsson, sem lést í nóvember árið 1975 86 ára að aldri, var einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar á öldinni sem leið. Hann var kominn af fátæku fólki austur í Fljótsdal en tókst að brjótast til mennta og fékk vist á hinum fræga lýðskóla í Askov á Jótlandi. Skáldhneigð hans kom fljótt í ljós og hann var aðeins sautján ára gamall þegar fyrstu ljóðakver hans komu út. Gunnar ákvað að helga sig ritstörfum og tók jafnframt þá afdrifaríku ákvörðun að skrifa á dönsku til að geta náð til stærri lesendahóps. Eftir nokkurn barning í upphafi ávann hann sér í byrjun þriðja áratugarins þá stöðu að verða einn mest lesni höfundur á danska tungu. Verk hans voru þýdd á fjölmörg tungumál og fengu sérstaklega góðar undirtektir í Svíþjóð og Þýskalandi og hér heima þar sem Gunnar var dáður og lengi metinn framar flestum öðrum skáldum. Á síðustu árum hefur skáldskapur Gunnars ekki hlotið þá athygli sem hann verðskuldar. Í nýlegu yfirlitsriti um danskar bókmenntir á 20. öld er hans hvergi getið. Það hefði líklega þótt ótrúlegur spádómur á millistríðsárunum þegar stjarna hans reis hæst í Norður-Evrópu. Og hér heima hefur hann eins og fleiri verið í skugga Halldórs Laxness. Út af fyrir sig er það ekki óeðlilegt en tími var kominn til þess að nýjar kynslóðir fengju að kynnast verkum hans og hinar eldri að endurnýja gömul kynni. Fram hefur komið í fréttum að Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur er að búa sig undir að skrifa ævisögu Gunnars. Annar bókmenntafræðingur, Halldór Guðmundsson, vinnur að nýstárlegu riti þar sem ævi og verk Gunnars og Þórbergs Þórðarsonar eru skoðuð samhliða. Þá hafa Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi ákveðið að vinna saman að kvikmynd eftir Svartfugli, skáldsögu Gunnars, sem áður hafa verið gerðar leikgerðir eftir. Að þessu sinni er það eitt höfuðskálda okkar, Einar Már Guðmundsson, sem semur leikgerðina. Þá kom fram í útvarpsfréttum í gær að uppi eru áform um að gera teiknimynd eftir einni þekktustu skáldsögu Gunnars, Aðventu. Vinnur skáldið Sjón að gerð handritsins. Nafn Gunnars hefur einnig ratað í fréttir í tilefni af því að hálf öld er liðin frá því að Halldór Laxness fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Upplýst er í þriðja bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes H. Gissurarson að nóbelsnefndin, undirnefnd sænsku akademíunnar, hafi haustið 1955 stungið upp á því að nóbelsverðlaununum það ár yrði skipt á milli Gunnars og Halldórs. Nýbirt skjöl akademíunnar, sem Halldór Guðmundsson hefur kannað, leiða í ljós að hugmyndin fékk ekki hljómgrunn við atkvæðagreiðslu í akademíunni sem veitti Halldóri einum verðlaunin. Þetta eru allt forvitnilegar upplýsingar en breyta að sjálfsögðu engu um skáldskap eða stöðu Gunnars Gunnarssonar. Verk hans verða hér eftir sem hingað til metin á eigin forsendum og þar rísa þau hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Endurvakinn áhugi á ævi og verkum Gunnars Gunnarssonar, sem birtist í ýmsum myndum um þessar mundir, er til marks um að góð skáld gleymast ekki þó að þau verði að þola tímabundið fálæti og jafnvel þögn um árabil. Gunnar Gunnarsson, sem lést í nóvember árið 1975 86 ára að aldri, var einn fremsti rithöfundur þjóðarinnar á öldinni sem leið. Hann var kominn af fátæku fólki austur í Fljótsdal en tókst að brjótast til mennta og fékk vist á hinum fræga lýðskóla í Askov á Jótlandi. Skáldhneigð hans kom fljótt í ljós og hann var aðeins sautján ára gamall þegar fyrstu ljóðakver hans komu út. Gunnar ákvað að helga sig ritstörfum og tók jafnframt þá afdrifaríku ákvörðun að skrifa á dönsku til að geta náð til stærri lesendahóps. Eftir nokkurn barning í upphafi ávann hann sér í byrjun þriðja áratugarins þá stöðu að verða einn mest lesni höfundur á danska tungu. Verk hans voru þýdd á fjölmörg tungumál og fengu sérstaklega góðar undirtektir í Svíþjóð og Þýskalandi og hér heima þar sem Gunnar var dáður og lengi metinn framar flestum öðrum skáldum. Á síðustu árum hefur skáldskapur Gunnars ekki hlotið þá athygli sem hann verðskuldar. Í nýlegu yfirlitsriti um danskar bókmenntir á 20. öld er hans hvergi getið. Það hefði líklega þótt ótrúlegur spádómur á millistríðsárunum þegar stjarna hans reis hæst í Norður-Evrópu. Og hér heima hefur hann eins og fleiri verið í skugga Halldórs Laxness. Út af fyrir sig er það ekki óeðlilegt en tími var kominn til þess að nýjar kynslóðir fengju að kynnast verkum hans og hinar eldri að endurnýja gömul kynni. Fram hefur komið í fréttum að Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur er að búa sig undir að skrifa ævisögu Gunnars. Annar bókmenntafræðingur, Halldór Guðmundsson, vinnur að nýstárlegu riti þar sem ævi og verk Gunnars og Þórbergs Þórðarsonar eru skoðuð samhliða. Þá hafa Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi ákveðið að vinna saman að kvikmynd eftir Svartfugli, skáldsögu Gunnars, sem áður hafa verið gerðar leikgerðir eftir. Að þessu sinni er það eitt höfuðskálda okkar, Einar Már Guðmundsson, sem semur leikgerðina. Þá kom fram í útvarpsfréttum í gær að uppi eru áform um að gera teiknimynd eftir einni þekktustu skáldsögu Gunnars, Aðventu. Vinnur skáldið Sjón að gerð handritsins. Nafn Gunnars hefur einnig ratað í fréttir í tilefni af því að hálf öld er liðin frá því að Halldór Laxness fékk nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Upplýst er í þriðja bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes H. Gissurarson að nóbelsnefndin, undirnefnd sænsku akademíunnar, hafi haustið 1955 stungið upp á því að nóbelsverðlaununum það ár yrði skipt á milli Gunnars og Halldórs. Nýbirt skjöl akademíunnar, sem Halldór Guðmundsson hefur kannað, leiða í ljós að hugmyndin fékk ekki hljómgrunn við atkvæðagreiðslu í akademíunni sem veitti Halldóri einum verðlaunin. Þetta eru allt forvitnilegar upplýsingar en breyta að sjálfsögðu engu um skáldskap eða stöðu Gunnars Gunnarssonar. Verk hans verða hér eftir sem hingað til metin á eigin forsendum og þar rísa þau hátt.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun