Fengur, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, seldi í gær Tæknival til hóps fjárfesta.
Að kaupunum standa Fjara fjárfestingafélag, sem er meðal eigenda í upplýsingatæknifélaginu Þekkingu, og aðrir fjárfestar sem koma m.a. úr þessum geira.
Við teljum að það séu ónýtt tækifæri í félaginu. Þarna eru sterk vörumerki og gott starfsfólk, segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar, sem er í forsvari fyrir kaupunum. Hann segir að það sé ekkert launungarmál að einhverjar breytingar verði á rekstri Tæknivals og eðli starfseminnar en þær verði kynntar mjög fljótlega.
Kaupverð er trúnaðarmál.