Mótmæla verksmiðju SVN á Hjaltlandseyjum 8. mars 2006 09:24 Hlið að víkingahátíð á Hjaltlandseyjum. Þar stendur að allir séu velkomnir og kjörorð eyjanna fylgja með. Síldarvinnslan (SVN) í Neskaupstað hefur uppi áform um að reisa fiskimjölsverksmiðju í Sella Ness á Hjaltlandseyjum. Verksmiðjan mun kosta um 10,8 milljónir punda, jafnvirði rúmra 1,2 milljarða íslenskra króna, og miða áætlanir við að hún noti um 100.000 tonn af hráefni, aðallega kolmunna, til framleiðslu á mjöli og lýsi. Að sögn Jóhannesar Pálssonar, framkvæmdastjóra landvinnslu hjá Síldarvinnslunni, munu nokkur störf skapast með tilkomu verksmiðjunnar á Hjaltlandseyjum. Það sé þó árstíðabundið en þegar mest láti muni fimmtán manns fá störf í verksmiðjunni. Færri starfi þar á öðrum tímum. Yfirvöld á eyjunum hafa verið hlynnt framkvæmdunum og lýst yfir vilja til að verja sex milljónum punda, jafnvirði tæpra 700 milljóna íslenskra króna, til stækkunar hafnarinnar í Sella Ness í tengslum við verksmiðjuna. Jóhannes segir að um stórt verkefni sé að ræða á Hjaltlandseyjum og hafi Síldarvinnslan átt gott samstarf við bæði yfirvöld á eyjunum og heimamenn. Hafi fyrirtækið farið í staðarval fyrir væntanlega verksmiðju í samráði við alla aðila. Út úr staðarvalinu kom ákveðin niðurstaða og málið fór í eðlilegt ferli. Við skiluðum inn umhverfismatsskýrslu í desember og hefur hún verið auglýst. Þá eru athugasemdir komnar við hana frá opinberum aðilum og almenningi. Skipulagsyfirvöld eru að fara yfir skýrsluna og vonumst við til að úrskurður yfirvalda falli í apríl eða maí, sagði Jóhannes og bætti við að Síldarvinnslan tæki ákvörðun um framhald framkvæmdarinnar eftir að úrskurður úr umhverfismatinu lægi fyrir. Fram að þeim tíma gerðist ekki mikið. Í vefútgáfu dagblaðsins Shetland Marine News í síðustu viku kom hins vegar fram að tafir gætu orðið á því að Síldarvinnslan reisti fiskimjölsverksmiðjuna í Sella Ness. Er ástæðan sögð mótmæli nokkurra heimamanna sem búi í nágrenni við væntanlegt verksmiðjusvæði. Kemur fram að ítarlegri upplýsinga hafi verið krafist um ýmsa umhverfisþætti, s.s. hvernig komið verði í veg fyrir mengun af völdum frárennslis frá verksmiðjunni auk þess sem óttast er að lykt og úrgangur frá verksmiðjunni laði fugla að henni, en flugvöllur Sella Ness er í námunda við væntanlega fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Hjaltlandseyjum. Geti því steðjað hætta að fuglum á svæðinu. Vegna þessa er búist við að tafir verði á að Síldarvinnslan reisi verksmiðjuna á Hjaltlandseyjum, að sögn blaðsins, og muni framkvæmdir ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi í sumar bregðist forsvarsmenn fyrirtækisins við öllum óskum þeirra sem skilað hafa inn athugasemdum við umhverfismatið. Blaðið hefur eftir Alec Miller, talsmanni mótmælenda, sem býr í námunda við væntanlega fiskimjölsverksmiðju, að hann telji verksmiðjuna óhagstæða á allan hátt og vonist til að frekari áætlanir um byggingu hennar verði endanlega slegnar út af borðinu. Jóhannes segir það eðlilegt að einhverjir séu mótfallnir framkvæmdum á borð við fiskimjölsverksmiðju. Allir aðilar hafi hins vegar skilað inn athugasemdum við umhverfismatið og bíði forsvarsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað úrskurðar skipulagsyfirvalda á Hjaltlandseyjum. Verður í framhaldinu tekin ákvörðun um hvort af framkvæmdum verður eður ei. Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Síldarvinnslan (SVN) í Neskaupstað hefur uppi áform um að reisa fiskimjölsverksmiðju í Sella Ness á Hjaltlandseyjum. Verksmiðjan mun kosta um 10,8 milljónir punda, jafnvirði rúmra 1,2 milljarða íslenskra króna, og miða áætlanir við að hún noti um 100.000 tonn af hráefni, aðallega kolmunna, til framleiðslu á mjöli og lýsi. Að sögn Jóhannesar Pálssonar, framkvæmdastjóra landvinnslu hjá Síldarvinnslunni, munu nokkur störf skapast með tilkomu verksmiðjunnar á Hjaltlandseyjum. Það sé þó árstíðabundið en þegar mest láti muni fimmtán manns fá störf í verksmiðjunni. Færri starfi þar á öðrum tímum. Yfirvöld á eyjunum hafa verið hlynnt framkvæmdunum og lýst yfir vilja til að verja sex milljónum punda, jafnvirði tæpra 700 milljóna íslenskra króna, til stækkunar hafnarinnar í Sella Ness í tengslum við verksmiðjuna. Jóhannes segir að um stórt verkefni sé að ræða á Hjaltlandseyjum og hafi Síldarvinnslan átt gott samstarf við bæði yfirvöld á eyjunum og heimamenn. Hafi fyrirtækið farið í staðarval fyrir væntanlega verksmiðju í samráði við alla aðila. Út úr staðarvalinu kom ákveðin niðurstaða og málið fór í eðlilegt ferli. Við skiluðum inn umhverfismatsskýrslu í desember og hefur hún verið auglýst. Þá eru athugasemdir komnar við hana frá opinberum aðilum og almenningi. Skipulagsyfirvöld eru að fara yfir skýrsluna og vonumst við til að úrskurður yfirvalda falli í apríl eða maí, sagði Jóhannes og bætti við að Síldarvinnslan tæki ákvörðun um framhald framkvæmdarinnar eftir að úrskurður úr umhverfismatinu lægi fyrir. Fram að þeim tíma gerðist ekki mikið. Í vefútgáfu dagblaðsins Shetland Marine News í síðustu viku kom hins vegar fram að tafir gætu orðið á því að Síldarvinnslan reisti fiskimjölsverksmiðjuna í Sella Ness. Er ástæðan sögð mótmæli nokkurra heimamanna sem búi í nágrenni við væntanlegt verksmiðjusvæði. Kemur fram að ítarlegri upplýsinga hafi verið krafist um ýmsa umhverfisþætti, s.s. hvernig komið verði í veg fyrir mengun af völdum frárennslis frá verksmiðjunni auk þess sem óttast er að lykt og úrgangur frá verksmiðjunni laði fugla að henni, en flugvöllur Sella Ness er í námunda við væntanlega fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Hjaltlandseyjum. Geti því steðjað hætta að fuglum á svæðinu. Vegna þessa er búist við að tafir verði á að Síldarvinnslan reisi verksmiðjuna á Hjaltlandseyjum, að sögn blaðsins, og muni framkvæmdir ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi í sumar bregðist forsvarsmenn fyrirtækisins við öllum óskum þeirra sem skilað hafa inn athugasemdum við umhverfismatið. Blaðið hefur eftir Alec Miller, talsmanni mótmælenda, sem býr í námunda við væntanlega fiskimjölsverksmiðju, að hann telji verksmiðjuna óhagstæða á allan hátt og vonist til að frekari áætlanir um byggingu hennar verði endanlega slegnar út af borðinu. Jóhannes segir það eðlilegt að einhverjir séu mótfallnir framkvæmdum á borð við fiskimjölsverksmiðju. Allir aðilar hafi hins vegar skilað inn athugasemdum við umhverfismatið og bíði forsvarsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað úrskurðar skipulagsyfirvalda á Hjaltlandseyjum. Verður í framhaldinu tekin ákvörðun um hvort af framkvæmdum verður eður ei.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira