Hagar sækja áfram inn á sérvörumarkað 29. mars 2006 00:01 Oasis í Smáralind. Hagar hafa keypt tíu tískuverslanir í Kringlunni og Smáralind á skömmum tíma. Hagar hafa eignast fimm sérvöruverslanir í Kringlunni og Smáralind, sem reknar eru undir merkjum Change, Coast og Oasis, og taka við rekstri þeirra á næstu dögum. Seljendur verslananna eru hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, sem höfðu sérleyfi fyrir þessi merki á Íslandi. Við höfum náð frábærum árangri á Íslandi og er það Ingibjörgu mest að þakka, segir Jón Arnar og kímir. Oasis-verslunin í Kringlunni hefur oft verið notuð sem sýnidæmi fyrir þær verslanir sem hafa verið að koma inn frá öðrum löndum og hefur í gegnum tíðina verið söluhæsta verslun Oasis fyrir utan Bretland. Jón Arnar segir að þau muni nú einblína á danska markaðinn en þau reka fjórar Oasis-verslanir, meðal annars í Magasin du Nord, og undirbúa opnun fimmtu verslunarinnar í Illum. Hann segir að Oasis hafi fengar góðar viðtökur í Danmörku og standi merkið dönskum samkeppnisaðilum fyllilega á sporði. Samkvæmt heimildum var velta þessara fimm verslana, sem Hagar festu kaup á, rétt um þrjú hundruð milljónir króna á síðasta ári og varð góður hagnaður af starfseminni. Hagar hafa sett stefnuna á minni sérvöruverslanir að undanförnu eftir að hafa haldið að sér höndum um nokkurt skeið og eingöngu einblínt á þær stóru sérvöruverslanir sem félagið rekur eins og Debenhams og Zara. Í framhaldi af því að við seldum Skeljung höfum við sett stefnuna á smásölumarkaðinn, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hagar keyptu fyrir nokkrum vikum fimm verslanir í Kringlunni um svipað leyti og félagið seldi Skeljung. Þetta voru tískuverslanirnar Karen Millen, Whistles, Shoe Studio, Warehouse og All Saints. Finnur segir að Hagar muni opna nýja verslun í Smáralind í næsta mánuði undir merkjum bresku verslunarkeðjunnar Evans, sem selur kvenföt fyrir eldri konur. Nær öll þessi tískumerki eiga það sammerkt að vera annað hvort í eigu Mosaic Fashions eða Shoe Studio Group, sem eru að hluta til í eigu Baugs Group, stærsta hluthafans í Högum. Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Hagar hafa eignast fimm sérvöruverslanir í Kringlunni og Smáralind, sem reknar eru undir merkjum Change, Coast og Oasis, og taka við rekstri þeirra á næstu dögum. Seljendur verslananna eru hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, sem höfðu sérleyfi fyrir þessi merki á Íslandi. Við höfum náð frábærum árangri á Íslandi og er það Ingibjörgu mest að þakka, segir Jón Arnar og kímir. Oasis-verslunin í Kringlunni hefur oft verið notuð sem sýnidæmi fyrir þær verslanir sem hafa verið að koma inn frá öðrum löndum og hefur í gegnum tíðina verið söluhæsta verslun Oasis fyrir utan Bretland. Jón Arnar segir að þau muni nú einblína á danska markaðinn en þau reka fjórar Oasis-verslanir, meðal annars í Magasin du Nord, og undirbúa opnun fimmtu verslunarinnar í Illum. Hann segir að Oasis hafi fengar góðar viðtökur í Danmörku og standi merkið dönskum samkeppnisaðilum fyllilega á sporði. Samkvæmt heimildum var velta þessara fimm verslana, sem Hagar festu kaup á, rétt um þrjú hundruð milljónir króna á síðasta ári og varð góður hagnaður af starfseminni. Hagar hafa sett stefnuna á minni sérvöruverslanir að undanförnu eftir að hafa haldið að sér höndum um nokkurt skeið og eingöngu einblínt á þær stóru sérvöruverslanir sem félagið rekur eins og Debenhams og Zara. Í framhaldi af því að við seldum Skeljung höfum við sett stefnuna á smásölumarkaðinn, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hagar keyptu fyrir nokkrum vikum fimm verslanir í Kringlunni um svipað leyti og félagið seldi Skeljung. Þetta voru tískuverslanirnar Karen Millen, Whistles, Shoe Studio, Warehouse og All Saints. Finnur segir að Hagar muni opna nýja verslun í Smáralind í næsta mánuði undir merkjum bresku verslunarkeðjunnar Evans, sem selur kvenföt fyrir eldri konur. Nær öll þessi tískumerki eiga það sammerkt að vera annað hvort í eigu Mosaic Fashions eða Shoe Studio Group, sem eru að hluta til í eigu Baugs Group, stærsta hluthafans í Högum.
Innlent Viðskipti Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira