Frumvarpið gæti tekið breytingum í nefnd Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. apríl 2006 06:00 Upptækir hlutir af ólöglegri starfsemi Með nýjum lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi á að innleiða hér nýjar tilskipanir Evrópusambandsins í þessum efnum. Myndin er af upptæku góssi Lundúnalögreglu. Nordicphotos/AFP Sex umsagnir hafa borist efnahags- og viðskiptanefnd um frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, útilokar ekki breytingar á frumvarpinu með hliðsjón af umsögnum sem borist hafa.Pétur Blöndal„Þetta gengur ansi langt inn á réttindi einstaklinga og ef til vill hafa menn ekki gefið því nægan gaum,“ segir hann, en samkvæmt frumvarpinu ber hverjum þeim sem tekur við greiðslu yfir 15 þúsund evrum að halda eftir upplýsingum um viðskiptin og krefja þann sem greiðir um skilríki. Þá eru lagðar á ríkar skyldur um tilkynningaskyldu í viðskiptum þar sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka. Pétur segir þarna ekki síst lagðar miklar kvaðir á fjármálafyrirtæki um að upplýsa um viðskipti einstaklinga. Umsagnirnar sem borist hafa eru frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SÍB), Viðskiptaráði Íslands, Ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands, og Félagi löggiltra endurskoðenda. Frestur til að skila inn umsögnum rann út 20. þessa mánaðar, en alls voru sendar út 36 umsagnarbeiðnir. Von er á sendinefnd stofnunar sem starfar á vegum OECD og fjallar um aðgerðir gegn alþjóðlegu peningaþvætti, en iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir að bregðast þurfi við af fullum þunga til að uppfylla tilmæli í 40 liðum sem stofnunin hefur gefið út. Pétur segir að vel geti verið að koma sendinefndarinnar hafi flýtt því að frumvarpið var lagt fram, en telur það fyrst og fremst gert til að koma hér í lög tilskipun Evrópusambandsins. Svo er löggjöf í þessa veru í gangi víða um heim, enda vilja menn ekki sjá svona starfsemi hjá sér. Pétur telur að ekki sé hægt að segja til um hvenær takist að afgreiða málið, sem enn er til skoðunar hjá nefndinni og bíður annarrar umræðu á þingi. „Ég sé enga ástæðu til að einhver stjórnarmál klárist ekki, þótt það gerist kannski ekki fyrr en eftir kosningar. Það er ekkert náttúrulögmál að Alþingi sé stopp út af bæjarstjórnarkosningum.“ Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Sex umsagnir hafa borist efnahags- og viðskiptanefnd um frumvarp til laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður nefndarinnar, útilokar ekki breytingar á frumvarpinu með hliðsjón af umsögnum sem borist hafa.Pétur Blöndal„Þetta gengur ansi langt inn á réttindi einstaklinga og ef til vill hafa menn ekki gefið því nægan gaum,“ segir hann, en samkvæmt frumvarpinu ber hverjum þeim sem tekur við greiðslu yfir 15 þúsund evrum að halda eftir upplýsingum um viðskiptin og krefja þann sem greiðir um skilríki. Þá eru lagðar á ríkar skyldur um tilkynningaskyldu í viðskiptum þar sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis eða fjármögnunar hryðjuverka. Pétur segir þarna ekki síst lagðar miklar kvaðir á fjármálafyrirtæki um að upplýsa um viðskipti einstaklinga. Umsagnirnar sem borist hafa eru frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SÍB), Viðskiptaráði Íslands, Ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands, og Félagi löggiltra endurskoðenda. Frestur til að skila inn umsögnum rann út 20. þessa mánaðar, en alls voru sendar út 36 umsagnarbeiðnir. Von er á sendinefnd stofnunar sem starfar á vegum OECD og fjallar um aðgerðir gegn alþjóðlegu peningaþvætti, en iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir að bregðast þurfi við af fullum þunga til að uppfylla tilmæli í 40 liðum sem stofnunin hefur gefið út. Pétur segir að vel geti verið að koma sendinefndarinnar hafi flýtt því að frumvarpið var lagt fram, en telur það fyrst og fremst gert til að koma hér í lög tilskipun Evrópusambandsins. Svo er löggjöf í þessa veru í gangi víða um heim, enda vilja menn ekki sjá svona starfsemi hjá sér. Pétur telur að ekki sé hægt að segja til um hvenær takist að afgreiða málið, sem enn er til skoðunar hjá nefndinni og bíður annarrar umræðu á þingi. „Ég sé enga ástæðu til að einhver stjórnarmál klárist ekki, þótt það gerist kannski ekki fyrr en eftir kosningar. Það er ekkert náttúrulögmál að Alþingi sé stopp út af bæjarstjórnarkosningum.“
Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira