Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í maí samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins. Þar af námu almenn lán 3,9 milljörðum króna og leiguíbúðalán tæplega 800 milljónum. Það eru mestu útlán sjóðsins í einum mánuði það sem af er ári.
Fram kemur í Morgunkornum Glitnis að útlán bankanna hafi á sama tíma lækkað milli mánaða. Því megi segja að sjóðurinn hafi unnið á markaðshlutdeild bankanna á íbúðalánamarkaði.